Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 293

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2017, mánudaginn 27. nóvember var haldinn 293. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.36. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Stefán Benediktsson, Eva Indriðadóttir og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina: Trausti Harðarson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Arna Schram og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á úrslitum í samkeppni um útilistaverk við Vesturbugt. RMF17100012

    Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -        Kl. 13.39 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.

    -        Kl. 13.40 tekur Þórgnýr Thoroddsen sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram að nýju tillaga Framsóknar og flugvallarvina um auka framlag til að ráða starfskraft fyrir Reykjavík Loves, sbr. 5. lið fundargerðar menningar- og ferðamálaráðs frá 9. október 2017. Lögð fram umsögn sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs. RMF17100003

    Tillagan er felld með öllum greiddum atkvæðum.

    -        Kl. 13.56 tekur Þorgerður Agla Magnúsdóttir sæti á fundinum

    Fylgigögn

  3. Lögð fram að nýju tillaga Framsóknar og flugvallarvina um hvatningarátak í strætó sbr. 10. lið fundargerðar frá 28. ágúst 2017. Lögð fram umsögn sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs um tillöguna. RMF17080006

    Tillagan er felld með öllum greiddum atkvæðum.

    Fylgigögn

  4. fram bréf Þjóðminjavarðar dags. 29. júní 2017. RMF17110007

    Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, og Gerður Eygló Róbertsdóttir, verkefnastjóri á Borgarsögusafni, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Samþykkt samhljóma.

    Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar í menningar- og ferðamálaráði fagna stefnu um grisjun á safnkosti borgarsögusafns. Stefnan er afar vandlega útfærð í samræmi við safnalög og ábendingar The International Council of Museums. Stefnan er byggð á faglegum grunni og engum munum verður fargað án samþykkis höfuðsafns (Þjóðminjasafn Íslands).

    Fylgigögn

  5. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokksins um endurgerð vatnsþróar á Hlemmi sbr. 8. lið fundargerðar menningar- og ferðamálaráðs frá 23. október 2017. Einnig lagðar fram umsagnir safnstjóra Borgarsögusafns og verkefnisstjóra borgarhönnunar á Umhverfis- og skipulagssviði. RMF17100010

    Samþykkt. Vísað til fyrirhugaðrar samkeppni á vegum umhverfis- og skipulagssviðs.

    Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar í menningar- og ferðamálaráði þakka fyrir umsagnirnar sem gefa til kynna að í fyrirhugaðri hönnunarsamkeppni fyrir Hlemmsvæðið verði áhersla lögð á að draga fram söguna með tilvísun í vatnsþróna og sögulega stöðu Hlemms sem áningarstaðs á leið inn og út úr borginni.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram svar sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina um rakaskemmdir og myglu í byggingum, sbr. 12. lið fundargerðar menningar- og ferðamálaráðs frá 28. ágúst 2017. RMF17080008

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar skrifstofustjóra menningarmála við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um ársreikning RIFF, sbr. 9. lið fundargerðar menningar- og ferðamálaráðs frá 13. nóvember 2017. RMF17110009

    Fylgigögn

  8. Fram fer kynning á málefnum miðborgar.

    Stefán Eiríksson borgarritari og Elísabet Ingadóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Í morgunútvarpi Rásar tvö í nýliðinni viku var þeirri hugleiðingu og hugmynd kastað fram að styttu vantar í Reykjavík og/eða á Íslandi, af Björk Guðmundsdóttir söngkonu og best yrði styttan staðsett við Hörpuna og óskað eftir því að einhver í framkvæmdavaldinu myndi grípa þá hugmynd. Lagt er til að Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar grípi þessa hugmynd á lofti og hefji skoðun á því að láta útbúa styttu af Björk Guðmundsdóttir söngkonu og ef til kemur finna góða staðsetningu á þeirri styttu. Björk er heimsþekkt fyrir sína tónlist og jafnvel þekktasti núlifandi Íslendingurinn á erlendri grund. Björk er frumkvöðull, Reykvíkingur, Íslendingur og mikill kvenskörungur. Björk hefur gert mikið til að kynna land, borg og þjóð á alþjóðavetvangi og er öðrum stúlkum og konum sem og öllum Íslendingum mikil fyrirmynd.

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 15:34

Marta Guðjónsdóttir