Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 287

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2017, mánudaginn 28. ágúst var haldinn 287. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl.13.30 Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Marta Guðjónsdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Trausti Harðarson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Þorgerður Agla Magnúsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir, Inga María Leifsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram greinargerð um framkvæmd 17. júní í Reykjavík 2017. (RMF17030009)

Guðmundur Birgir Halldórsson verkefnastjóri viðburða og Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Frá stofnun hefur íþrótta- og tómstundasvið séð um skipulagningu og framkvæmd 17. júní með ágætum. 17. júní 2017 var einstakur fyrir þær sakir að skipulag var fært til menningar- og ferðamálasviðs og var framkvæmd í höndum Höfuðborgarstofu. Vill menningar- og ferðamálaráð þakka þeim fyrir afar góða framkvæmd á 17. júní 2017 sem og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóg við að gera daginn vel úr vegi.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Þjóðhátíðarnefnd hefur starfaði frá 1944 en var lögð niður í árslok 1982 og tók þá æskulýðs- og tómstundaráð við af henni. Frá 1983 hafa æskulýðs- og tómstundaráð og frá 1986 íþrótta- og tómstundaráð séð um allan undirbúning og framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna í Reykjavík til ársins 2017. Íþróttaviðburðir, íþróttasýningaratriði og æskulýðsfélög hafa verið í hávegum höfð á 17.júní frá upphafi til ársins til dagsins í dag. Framsóknar og flugvallarvinum finnst nauðsynlegt að Þjóðhátíðarhátíð 17. júní og þjóðhátíðarnefnd sé í hávegum höfð innan Reykjavíkurborgar. Undanfarin ár hefur fjárframlag Reykjavíkurborgar til að halda 17.júní farið úr rúmlega 40 milljónum niður í 9,5 milljónir og síðustu ár hefur um helmingur fjárframlagsins farið í að greiða öðrum sviðum borgarinnar fyrir sína þjónustu s.s. þrif á götum og fleira sem ekki var áður tekið af sjóðum Þjóðhátíðarnefndar. Í ár er sett í hátíðina 14.5 milljónir sem er jákvætt lítið skref í rétta átt til að byggja þjóðhátíðardaginn upp. Má af þessu öllu meta að vernda þurfi þjóðhátíðarhöldin 17. júní í Reykjavík og bæta meir í svo hátíðin sé eins og vera ber ein sú stærst og mesta af öllum hátíðum borgarinnar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði vísa í fyrri bókun sína dags. 27. júní sl.:

Undanfarin ár hefur markvisst verið dregið úr umfangi 17. júní hátíðahaldanna og fjárframlag til þeirra farið jafnt og þétt lækkandi og er það lýsandi fyrir metnaðarleysi núverandi meirihluta borgarstjórnar gagnvart 17. júní hátíðahöldunum. Þetta metnaðarleysi kemur m.a. fram í því að búið er að afleggja kvöldskemmtunina sem önnur sveitarfélög í kringum okkur sjá sér fært að halda meðan Reykjavík, stærsta sveitarfélagið, sker hana niður. Við þökkum Höfuðborgarstofu fyrir góðan undirbúning og skipulagningu þeirrar dagskrár sem í boði var um morguninn og yfir daginn þrátt fyrir niðurskurð.

2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. ágúst sl. þar sem fram kemur að á fundi borgarráðs 17. ágúst hafi verið samþykkt að Trausti Harðarson taki sæti í menningar- og ferðamálaráði í stað Magnúsar Arnars Sigurðssonar. (RMF14060015)

3. Lagðar fram umsóknir um styrki til myndríkrar útgáfu. (RMF17030004)

Vísað til umsagnar matsnefndar sem Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála, Gísli Helgason sérfræðingur skráninga og rannsókna Borgarsögusafni og Ingibjörg Áskelsdóttir verkefnastjóri rannsókna og forvörslu Borgarsögusafni skipa.

4. Lagt fram erindi Sambands íslenskra myndlistarmanna um endurnýjun samstarfssamnings um Mugg-tengslasjóð fyrir myndlistarmenn til þriggja ára dags. 18. ágúst 2017. (RMF14120006)

Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

5. Lagt fram minnisblað um menningarhátíðina La Mercè sem haldin verður í Barselóna 22.-25. september 2017. Frestað á 286. fundi. (RMF17010013)

Kynnt að Elsa Hrafnhildur Yeoman verður fulltrúi ráðsins á La Mercè.

6. Lagt fram minnisblað um samstarfsverkefni Sjóminjasafns Reykjavíkur og Hull Maritime Museum. Frestað á 286. fundi. (RMF14030002)

Kynnt að Elsa Hrafnhildur Yeoman verður fulltrúi ráðsins í ferð sendinefndar Reykjavíkurborgar til Hull 31. ágúst- 3. september 2017.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina í menningar- og ferðamálaráði leggja fram svohljóðandi bókun:

Það verður að teljast óeðlilegt að menningar- og ferðamálaráð hafi ekki verið upplýst fyrr um fyrirhugaða ferð formanns ráðsins til Hull. Nú eru einungis þrír dagar í ferðina og þá er ráðið fyrst upplýst þegar búið er að skipuleggja ferðina og ganga frá dagskrá. Þær skýringar eru gefnar að formaðurinn verði eini fulltrúi ráðsins í þessari heimsókn í sparnaðarskyni. Það verður að teljast ótrúverðugt þar sem forseti borgarstjórnar fer einnig í ferðina, ef raunverulegur vilji hefði verið til að spara hefði nægt að senda eingöngu forseta borgastjórnar og þar með hefði kostnaður sparast vegna ferðarinnar.

7. Lagt fram bréf fjármálastjóra til sviðsstjóra dags. 6. júlí sl. vegna breytinga á styrkjahandbók Reykjavíkurborgar. Einnig lögð fram drög að endurskoðuðum verklagsreglum vegna styrkveitinga menningar- og ferðamálaráðs 2018. Frestað á 286. fundi. (RMF17080004)

8. Fram fara umræður um árshlutauppgjör menningar- og ferðamálasviðs fyrir janúar-júní 2017. (RMF17050011)

- Kl. 15.00 víkur Trausti Harðarson af fundinum.

9. Fram fer kynning á Hinsegin dögum 2017. (RMF16080010)

- Kl. 15.12 tekur Trausti Harðarson sæti á fundinum.

Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Menningar- og ferðamálaráð er hýrt og glatt yfir góðu gengi Borgarhátíðarinnar Hinsegin dagar í Reykjavík og þakkar fyrir frábæra hátíð og góða dagskrá.

Eva María Þórarinsdóttir Lange formaður og Gunnlaugur Bragi Björnsson gjaldkeri Hinsegin daga taka sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Fram fara umræður um stöðu Borgarbókasafnsins í dag og framtíðarsýn.

Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina  í menningar- og ferðamálaráði leggur fram svohljóðandi tillögu:

Menningar og ferðamálaráð setur í gang hvatningarátak til að hvetja börn og unglinga til að leggja iðn við og daglegan hug að list og menningu. Samið verður við Strætó um að í þrjá mánuði verði útvaldir strætisvagnar með stórum ljósmyndum og eða teiknuðum myndum af börnum og unglingum að spila á hin ýmsu hljóðfæri, í bókasafnslestri, málandi listaverk, ljósmyndandi, sækjandi listasöfn og fleira. Með þessu er hugmynd um menning og listsköpun að birtast daglega börnum og unglingum í Reykjavík. Þessum myndum geta fylgt hvatningarorð eins og „Hvaða hljóðfæri langar þig að læra á“. „Hvernig væri að skella sér á bókasafnið í dag“, „Unglingar geta líka farið á listasöfn“.

Frestað.

11. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði leggja fram svohljóðandi tillögur:

Óskað er eftir að málefni Grásleppuskúranna við Ægisíðu verði tekin fyrir á næsta fundi ráðsins. Óskað er eftir upplýsingum um ástand skúranna og hvort fyrir liggi framkvæmdaáætlun varðandi endurgerð þeirra.

Óskað er eftir að fá upplýsingar og kynningu á fornleifauppgreftrinum í Víkurkirkjugarði á næsta fundi ráðsins.

Frestað.

12. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í menningar- og ferðamálaráði leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í ljósi þess að rakaskemmdir og mygla í byggingum Reykjavíkurborgar eru nú að koma fram í tugum og jafnvel í hundruðartali með þeim alvarlegu aukaverkunum að margt fólk sem að starfar í því húsnæði veikist vegna nálægðar við myglu. Er óskað er eftir því að sviðsstjóri Menningar og ferðamálaráðs geri lista í samráði við sína forstöðumenn sem stýra og hýsa starfssemi Menningar og ferðamálaráðs hvar sé grunur og eða/staðfest að um rakaskemmdir og myglu sé að ræða og hvar ekki. Einnig er óskað eftir upplýsingum hvort á einhverjum af þessum starfsstöðvum starfsfólk sé búið að vera að kljást við veikindi þar sem grunur leikur um að valdurinn sé nálægð við myglu. Þessi fyrirspurn á því við allar stofnanir Menningar og ferðamálaráðs s.s. Borgarbókasafn Reykjavíkur og stafsstöðvar þess, Listasafn Reykjavíkur og starfsstöðvar þess, Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergi og Borgarsögusafn Reykjavíkur.

13. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í menningar- og ferðamálaráði leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í síðustu úthlutun úr styrktarsjóð menningar og ferðamálaráðs var úthlutað 54 milljónum í 152 mismunandi verkefni. Óskað er eftir listun hvernig úthlutun fé og verkefni dreifðist um hverfi borgarinnar- þ.e. hversu mikil áhrif hafði úthlutun þessi á menningarstarfs út fyrir miðborgina og inn í þá hvaða hverfi?

Fundið slitið kl. 16.44

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Margrét Norðdahl

Stefán Benediktsson Marta Guðjónsdóttir

Herdís Anna Þorvaldsdóttir Trausti Harðarson

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 28.8.2017 - prentvæn útgáfa