Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2017, mánudaginn 12. júní var haldinn 284. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl.13.30. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir, Elísabet Gísladóttir og Gréta Björg Egilsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á Tónlistarborginni Reykjavík. (RMF17010016)
Svanhildur Konráðsdóttir og Sigtryggur Baldursson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 13.34 tekur Þorgerður Agla Magnúsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 14.04 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.
- Kl. 14.04 víkur Elísabet Gísladóttir af fundinum.
2. Fram fer kynning á stöðu Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss.
Svanhildur Konráðsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Fram fer kynning á viðhaldsþörf útilistaverka í Reykjavík. (RMF17060003)
Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Sigurður Trausti Traustason deildarstjóri safneignar og rannsókna taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði leggja fram svohljóðandi bókun:
Ljóst er að ástand útilistaverka í borginni er orðið mjög slæmt og reglubundnu viðhaldi hefur ekki verið sinnt sem skyldi um árabil. Mörg þessara verka eru hreinlega að grotna niður og sum þeirra jafnvel farin að rifna af undirstöðunum og orðin hættuleg vegfarendum. Nauðsynlegt er að ráðist verði sem fyrst í viðgerðir á þessum verkum. Þá er jafnframt nauðsynlegt að gert sé ráð fyrir reglubundnu viðhaldi útilistaverka í fjárhagsáætlun.
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina harmar það hversu illa viðhaldi á útilistaverkum í eigu Reykjavíkurborgar hefur verið sinnt og mikilvægt er að ráðast í gerð aðgerðaráætlunar um hvernig komið verði í veg fyrir frekari skemmdir á þeim verkum borgarinnar sem virkilega eru farin að láta á sjá. Augljóst er að 1 miljón króna á ári nægir engan veginn til þess að sinna viðhaldi á þeim 148 verkum sem eru á viðhaldslista Reykjavíkurborgar og mikilvægt er tryggja strax fé til viðgerða á þeim listaverkum sem eru í þörf fyrir bráðaviðgerð til þess að koma í veg fyrir eyðileggingu og til að tryggja öryggi borgarbúa.
Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, og Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Fram fer kynning á breytingum styrkjahandbók Reykjavíkurborgar vegna innleiðingar kynjaðrar fjárhagsáætlunar.
Lára Rúnarsdóttir sérfræðingur á fjármálaskrifstofu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Fram fer kynning á starfsemi Dansverkstæðis.
Ólöf Ingólfsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundið slitið kl. 16.00
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen Margrét Norðdahl
Stefán Benediktsson Marta Guðjónsdóttir
Börkur Gunnarsson Gréta Björg Egilsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 12.6.2017 - Prentvæn útgáfa