Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 283

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2017, mánudaginn 22. maí var haldinn 283. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl.13.33. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Marta Guðjónsdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Þorgerður Agla Magnúsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir.  Af hálfu starfsmanna: Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á árshlutauppgjöri menningar- og ferðamálasviðs fyrir janúar-mars 2016. (RMF17050011)

- Kl. 13.37 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.

- Kl. 13.46 tekur Svala Arnardóttir sæti á fundinum.

2. Lagt fram minnisblað faghóps um styrki til myndríkrar miðlunar/útgáfu 2017, dags. 18. maí 2017. Samþykkt að styrkja útgáfu bókarinnar Minning um myndlist kr. 212.000 og jafnframt að auglýsa að nýju vegna þess framlags sem eftir stendur. (RMF17030004)

- Kl. 14.20 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundinum.

- Kl. 14.20 tekur Örn Þórðarson sæti á fundinum.

3. Lögð fram tillaga um að reglulegir fundir menningar- og ferðamálaráðs haust 2017 - sumar 2018 verði haldnir 2. og 4. mánudag hvers mánaðar kl. 13.30-16.00.

Samþykkt.

4. Lögð fram skýrsla um Barnamenningarhátíð 2017. (RMF16090002)

Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Menningar- og ferðamálaráð þakkar fyrir vel heppnaða Barnamenningarhátíð og óskar öllum Reykvíkingum til hamingju með hana. Þakkir eru færðar listafólki, þátttakendum, starfsfólki Höfuðborgarstofu, verkefnastjórum, stjórn Barnamenningarhátíðar og öllum sem komu að hátíðinni.

Harpa Rut Hilmarsdóttir, Björg Jónsdóttir, Guðmundur Birgir Halldórsson, Aðalheiður Santos Sveinsdóttir og Áshildur Bragadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Fram fer kynning á 17. júní hátíðarhöldum í Reykjavík 2017. (RMF17030009)

Guðmundur Birgir Halldórsson, Björg Jónsdóttir, Aðalheiður Santos Sveinsdóttir og Áshildur Bragadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. maí 2017, um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um flutning rafhleðslustöðvar á Fríkirkjuvegi sbr. 1. lið fundargerðar menningar- og ferðamálaráðs frá 24. apríl 2017.

Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Bjartrar framtíðar, Pírata og Samfylkingar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Fundið slitið kl. 15.15

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Margrét Norðdahl

Svala Arnardóttir Örn Þórðarson

Börkur Gunnarsson Magnús Arnar Sigurðsson

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 22.5.2017 - Prentvæn útgáfa