Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 281

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2017, mánudaginn 24. apríl var haldinn 281. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl.13.33. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Börkur Gunnarsson, Marta Guðjónsdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Þorgerður Agla Magnúsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Jakob Frímann Magnússon.  Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir, og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Lagt er til að rætt verði við Orkuveituna um staðsetningu rafhleðslustöðva í miðbænum. Skoðað verði að flytja hleðslustöðina  sem staðsett er á Fríkirkjuvegi en staðsetning hennar fer afar illa við þau sögufrægu hús og þá fallegu borgarmynd sem umhverfi Tjarnarinnar er. 

Frestað.

- Kl. 13.42 taka Stefán Benediktsson og Svala Arnardóttir sæti á fundinum.

2. Sviðsstjóraskipti á menningar- og ferðamálasviði. Svanhildur Konráðsdóttir lýkur störfum 1. maí. Arna Schram, verðandi sviðsstjóri, tekur sæti á fundinum.  (RMF1703002)

Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Menningar- og ferðamálaráð býður Örnu Schram velkomna til starfa. Svanhildi Konráðsdóttur er þakkað framúrskarandi starf við uppbyggingu og þróun menningar- og ferðamálasviðs allt frá upphafi þess árið 2005. Henni er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

3. Fram fer umræða um áherslur og valkosti fjárhagsáætlunar 2018 til 2022 sem farið var yfir á starfsdegi ráðsins 3. apríl sl. (RMF17040006)

4. Fram fer kynning á Barnamenningarhátíð 2017 sem haldin verður 25. til 30. apríl.

Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri barnamenningar, og Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu, taka sæti á fundinum undir þessum lið. (RMF16090002)

5. Fram fer kynning á nýrri stefnumótun fyrir Listahátíð í Reykjavík.

Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið. (RMF16120013)

6. Fram fer kynning á skýrslu VSÓ ráðgjafar um áhrif ferðaþjónustu á húsnæðis- og vinnumarkað í Reykjavík.

Sverrir Bollason, Halldór Andersen, Vignir Jónsson og Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóri á Höfuðborgarstofu, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundið slitið kl. 15.42

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Svala Arnardóttir

Stefán Benediktsson Börkur Gunnarsson

Marta Guðjónsdóttir Magnús Arnar Sigurðarson

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 24.4.2017 - Prentvæn útgáfa