Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 28

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 26. apríl, var haldinn 28. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15 og hófst hann kl. 15.30. Mættir: Stefán Jón Hafstein, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir og Magnús Þór Gylfason. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Erna V. Ingólfsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning á fyrirhugaðri sjónlistamiðstöð á Korpúlfsstöðum. Fulltrúar frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Form Ísland og Iðntæknistofnunar mættu á fundinn vegna málsins.
Lögð fram svohljóðandi tillaga um rekstur miðstöðvarinnar:

Lagt er til að sviðsstjóra verði falið að ganga til samninga við Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar um innri leigu á Korpúlfsstöðum frá 1. september 2006. Jafnframt er lagt er til að sviðsstjóra verði falið að ganga til samninga við Samband íslenskra myndlistarmanna, Form Ísland og Iðntæknistofnun um rekstur sjónlistamiðstöðvar á Korpúlfsstöðum frá sama tíma. Þessir aðilar munu mynda rekstrarfélag sem verður viðsemjandi Reykjavíkurborgar. Samningarnir komi til afgreiðslu menningar- og ferðamálaráðs.

Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt. (RMF05100003)

- Kl. 16.00 tók Gísli Marteinn Baldursson sæti á fundinum.

2. Safnstjóri Ljósmyndasafns Reykjavíkur kynnti fyrirhugaða ljósmyndasýningu sem haldin er í tilefni af 25 ára afmæli Ljósmyndasafnsins og 220 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Um er að ræða glæsilega útisýningu sem verður jafnframt framlag safnsins til Listahátíðar í Reykjavík 2006. (RMF05060018)

3. Lögð fram drög að stofnskrá og reglum um úthlutun úr rithöfundaloftbrú sem hlotið hefur nafnið Bragi. Hlutverk sjóðsins verður að styrkja rithöfunda og skáld til þátttöku í hátíðum, listviðburðum og/eða öðrum kynningum verka sinna á erlendri grund. (RMF06040013)

4. Lagt fram erindi frá Íþrótta- og tómstundasviði, dags. 11. apríl sl. þar sem samþykkt er varðandi þjónustusamning milli Félags tónlistarþróunarmiðstöðvar, menningar- og ferðamálaráðs, íþrótta- og tómstundaráðs og borgarráðs. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkti erindið með fyrirvara um samþykki borgarráðs. (RMF05060005)

Fundi slitið kl. 16.30

Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Magnús Þór Gylfason