Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 274

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2017, mánudaginn 9. janúar var haldinn 274. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl.13:33. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Kristján Freyr Halldórsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Birna Hafstein. Áheyrnarfulltrúi SAF: Rannveig Grétarsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram svohljóðandi afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs vegna styrkja menningar- og ferðamálaráðs sem lögð var fram og bókuð í trúnaðarbók menningar- og ferðamálaráðs á fundi þess 19. desember 2016: (RMF16080001)

Lögð fram tillaga að afgreiðslu styrkja menningar- og ferðamálaráðs 2017 sem er í samræmi við tillögu faghóps skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar. (RMF16080001)

- Kl. 15.10 víkur Margrét Norðdahl af fundi við afgreiðslu styrkumsóknar Listar án landamæra. Samþykkt að veita samstarfssamning til þriggja ára að upphæð 1,5 m. kr. árlega.

- Kl. 15.12 tekur Margrét Norðdahl sæti á fundinum aftur. 

- Kl. 15.14 tekur Björn Ívar Björnsson sæti á fundinum.

Eftirfarandi tillögur faghóps samþykktar:

Gerðir verði samstarfssamningar vegna áranna 2017, 2018 og 2019 við eftirtaldar hátíðir með árlegu framlagi með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2018 og 2019:

4 m.kr.  Bókmenntahátíð í Reykjavík

4,5 m.kr. Stockfish kvikmyndahátíð

1,5 m.kr.  Kirkjulistahátíð

1,5 m.kr.  Reykjavík Midsummer Music

1,5 m.kr.  Sequences myndlistarhátíð

1,5 m.kr.  Sónar Reykjavík.

Gerðir verði samstarfssamningar með árlegu framlagi 2017, 2018 og 2019 við eftirfarandi aðila með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2018 og 2019:

2 m.kr.  Óður ehf. vegna Mengi menningarhús

500.000 kr. Kammermúsíkklúbburinn

400.000 kr.  Mozart hópurinn

Gerðir verði samstarfssamningar með árlegu framlagi 2017 og 2018 við eftirfarandi aðila með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2018.

1 m.kr.  Alþjóðleg sviðslistahátíð ASSITEJ fyrir unga áhorfendur

1 m.kr.  Múlinn – Jazzklúbbur

1 m.kr.  Harbinger

Útnefndur Listhópur Reykjavíkur 2017:

2 m.kr.  Leikhópurinn Ratatam

Styrkir til verkefna árið 2017:

2 m. kr.  Myrkir músíkdagar.

1.5 m. kr.  Secret Solstice Festival

1 m. kr.   Miðbaugs-Minjaverkefnið.

800.000 kr.  Lab Loki, SÍM -  Dagur myndlistar.

750.000 kr.  Artzine, Ekkisens, Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík, IBBY  á Íslandi, Íslensk grafík,Sinfóníuhljómsveit unga fólksins.

700.000 kr.  Kammerhópurinn Nordic Affect.

650.000 kr.  Design Talks.

500.000 kr.  Agnes Þorkelsdóttir Wild v. brúðusýningar, Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu, Álfrún Helga Örnólfsdóttir v. söngleiksins Strengur, Árni Kristjánsson v. leikverksins Í samhengi við stjörnurnar, Breiðholt festival, Curver Thoroddsen v. Sýnishorns, Listastofan, Fljúgandi fiskar v. leikverksins Andaðu, Friðgeir Einarsson v. leikverksins Club Romantica, Galdur Productions v. Atómstjörnu, Heimstónlist í Reykjavík, Hera Fjölnisdóttir  v. leikverksins Fjallkonan, Inga Huld Hákonardóttir v. dansverksins Við munum á morgun í gær, Leikhópurinn Elefant v. leikverksins Skömm, Listafélag Langholtskirkju, Listvinafélag Hallgrímskirkju, Ljósmyndahátíð Íslands, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir v.  dansverksins The Invisibles, Pamela De Sensi  v. Pétur og úlfurinn, Ramskram ljósmyndagallerí, RebelRebel v. dansverksins Hyperland, Sigrún Hlín Sigurðardóttir v. leikverksins Ég veit ekki hvers vegna ég læt svona, Sunna Gunnlaugsdóttir v. Konur jazza, Úlfur Eldjárn v. Reykjavík GPS, Vignir Rafn Valþórsson v. leikverksins Hans Blær.

400.000 kr.  15:15 tónleikasyrpan, Elektra Ensemble, Hallveig Kristín Eiríksdóttir v. Glitter Litter, Kviss búmm bang v. Sársaukamiðstöðvarinnar, Lúðrasveit Reykjavíkur, Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit verkalýðsins, Pamela De Sensi v. barnatónleika á Myrkum músíkdögum, Reykjavík Folk Festival, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, SJS Big Band, Tryggvi Gunnarsson v. leikverksins Galdra-Loftur: Sorrý, mín mistök.

350.000 kr.  Improv Ísland, KÍTÓN, Reykjavík Peace Festival.

300.000 kr.  Camerarctica, Gígja Jónsdóttir v. gjörningaverksins Wikihow Series #1, Leikhúslistakonur 50+ v. leikverksins Erfðagóssið, Magnea J. Matthíasdóttir v. Þýðendakvölds, Pétur Ármannsson v. dansverksins Marriage, Upptakturinn – tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna.

250.000 kr.  Hinsegin kórinn, Kvennakórinn Vox Feminae, Oratin MMXVII – Svartamálmstónlistarhátíð í Reykjavík, Magnea Björk Valdimarsdóttir v. heimilda- og þátttökuverksins Útlendingar.

200.000 kr.  Korpúlfarnir – félag eldri borgara í Grafarvogi, Tónskóli Sigursveins v. leikskólasamstarfsverkefnisins Lögin hans Ólafs Hauks.

100.000 kr.  Halldóra Arnardóttir v. verkefnisins Hittumst í Ásmundarsafni.

Menningar- og ferðamálaráð lagði fram svohljóðandi bókun:

Menningar- og ferðamálaráð þakkar fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar í faghópi menningar- og ferðamálaráðs um styrki kærlega fyrir einkar fagleg og vel unnin störf. Faghópurinn fékk það strembna hlutverk að velja viðtakendur úr stórum hópi umsækjenda og leggja til styrki til menningar og lista upp á samtals 56,2 milljónir, en þær skiptast niður á 80 verkefni og samstarfssamninga.

2. Fram fer umræða um sameiginlegan fund menningar- og ferðamálaráðs og velferðarráðs. (RMF17010006)

3. Lagðir fram til kynningar eftirfarandi undirritaðir samningar: Samstarfssamningar til eins árs við Nýlistasafnið dags. 2. desember 2016 og Kling og Bang dags. 22. nóvember 2016, samstarfssamningar til þriggja ára við Heimili kvikmyndanna vegna rekstrar Bíós Paradísar og fræðslu í kvikmyndalæsi dags. 21. desember 2016, Stockfish kvikmyndahátíð í Reykjavík dags. 30. nóvember 2016 og Menningarfélagið Tjarnarbíó um rekstur Tjarnarbíós dags. 21. desember 2016.

Að auki lögð fram drög að samstarfssamningum til þriggja ára við eftirfarandi hátíðir: Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, Hinsegin daga í Reykjavík, Hönnunarmars og Iceland Airwaves.

Vísað til borgarráðs til staðfestingar.

4. Lögð fram útboðsauglýsing vegna leigu Iðnó. (RMF16110003)

Samþykkt.

5. Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnir Vetrarhátíð 2017. (RMF17010003)

Guðmundur Birgir Halldórsson og Aðalheiður Santos Sveinsdóttir verkefnastjórar viðburða tóku sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnir desember í Reykjavík 2016 og fram fer umræða um skipulag 2017.

Guðmundur Birgir Halldórsson og Aðalheiður Santos Sveinsdóttir verkefnastjórar viðburða tóku sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina dregur til baka fyrirspurn sína um Borgarleikhúsið sem lögð var fram á 269. fundi menningar- og ferðamálaráðs. (RMF16110005)

Fundið slitið kl. 15.25

Þórgnýr Thoroddsen

Kristján Freyr Halldórssson  Margrét Norðdahl

Stefán Benediktsson  Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Áslaug María Friðriksdóttir Magnús Arnar Sigurðarson

PDF útgáfa fundargerðar
menningar_og_ferdamalarad_0901.pdf