No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2016, mánudaginn 19. desember var haldinn 273. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Iðnó og hófst hann kl. 15:09. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Eyrún Eyþórsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tillaga að afgreiðslu styrkja menningar- og ferðamálaráðs 2017 sem er í samræmi við tillögu faghóps skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar. (RMF16080001)
Tillagan er samþykkt og færð í trúnaðarbók ráðsins. Trúnaði um styrkveitingar verður aflétt í kjölfar móttöku styrkþega mánudaginn 9. janúar 2017.
- Kl. 15:14 tekur Björn Ívar Björnsson sæti á fundinum.
2. Lagður fram viðauki við samning milli mennta- og menningarmálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Listahátíð í Reykjavík um rekstur og fjárframlög til Listahátíðar í Reykjavík. (RMF16010002)
Samþykkt.
Margrét Norðdahl og Jóna Hlíf Halldórsdóttir víkja af fundi undir þessum lið.
3. Lagt fram að nýju erindi Heimilis kvikmyndanna dags. 30.október 2016.
Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Lagt er til að gerður verði nýr samstarfssamningur við Heimili kvikmyndanna – Bíó Paradís ses sem öðlist gildi 1. janúar 2017 og gildi út árið 2019. Samningurinn taki til almenns menningarrekstrar í húsinu og fræðslustarfs fyrir börn sem miðar að því að styðja við kvikmyndalæsi. Framlag Reykjavíkurborgar verði alls 17.5 m.kr. á ári í þrjú ár og verður fjármagnað af kostnaðarstaðnum 03106.
Greinargerð fylgir tillögunni. (RMF13040002)
Samþykkt.
Fundið slitið kl. 15:40
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen Margrét Norðdahl
Stefán Benediktsson Herdís Anna Þorvaldsdóttir
Áslaug María Friðriksdóttir Björn Ívar Björnsson
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 19.12.2016 - prentvæn útgáfa