Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 27

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 19. apríl, var haldinn 27. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Höfða og hófst hann kl. 17.05. Mættir: Stefán Jón Hafstein, Ármann Jakobsson, Gísli Marteinn Baldursson, og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram svohljóðandi tillaga um endurnýjun samstarfssamnings um tónlistarhátíðina Iceland Airwaves:
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir hjálagðan þríhliða samstarfssamning (sjá fskj. 1) Reykjavíkurborgar, Hr. Örlygs ehf. og Icelandair um tónlistarhátíðina Iceland Airwaves, sem haldin er árlega í miðborg Reykjavíkur.
Vegna ársins 2006 greiðist 4 mkr. af styrkjaramma menningar- og ferðamálaráðs. Vegna áranna 2007-2009 greiðast 5 mkr. árlega í þrjú ár af ramma samstarfssamninga menningar- og ferðamálaráðs.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt.
Jafnframt var lagður fram óundirritaður samstarfssamningur Reykjavíkurborgar og Hr. Örlygs ehf. vegna Iceland Airwaves. (RMF06030006)
2. Umræður um borgarlistamann Reykjavíkur 2006 sem tilnefndur verður 17. júní nk. (RMF06040003)
- Kl. 17.10 tók Ásrún Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 17.15 vék Dagur B. Eggertsson af fundi.

3. Lögð fram áætlun um fyrirkomulag og framkvæmdir við sjónlistamiðstöð að Korpúlfsstöðum. Áætlunin, dags. mars 2006, er samstarfsverkefni SÍM, Form Ísland og Iðntæknistofnunar.
Einnig lagt fram minnisblað sviðsstjóra, dags. 19. apríl 2006, um málið. Samþykkt að fá alla aðila málsins á næsta fund ráðsins. (RMF05100003)
- Kl. 17.20 tók Magnús Þór Gylfason sæti á fundinum.
- Kl. 17.40 tók Áslaug Thorlacius sæti á fundinum.

4. Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. apríl 2006. Í erindinu er samþykkt að vísa samþykktri tillögu um árlega barnahátíð í Reykjavík til menningar- og ferðamálaráðs sem og íþrótta- og tómstundaráðs.
Samþykkt að vísa erindinu til Höfuðborgarstofu. (RMF06040004)
5. Lagt fram erindi frá fundi borgarstjóra, borgarfulltrúa og fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna, dags. 28. mars sl., þar sem samþykkt var að vísa tillögu merkt nr. 4 til afgreiðslu menningar- og ferðamálaráðs sem og íþrótta- og tómstundaráðs.
Samþykkt að vísa erindinu til Höfuðborgarstofu. (RMF06030021)
6. Lögð fram stjórnsýslu- og rekstrarúttekt Innri endurskoðunar á Listasafni Reykjavíkur, sem gerð var á tímabilinu nóvember 2005 – mars 2006. Samþykkt að fá forstöðumann Innri endurskoðunar og safnstjóra Listasafns Reykjavíkur á fund ráðsins. (RMF06040004)
7. Lögð fram jafnréttisáætlun Menningar- og ferðamálasviðs 2006-2007. (RMF06010022)
8. Lagður fram undirritaður samningur, dags. 10. apríl sl., um rekstur bókunarþjónustu, sölustarfsemi og síma- og internetþjónustu í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. (RMF06040006)
9. Lagðar fram embættisafgreiðslur: svar við erindum Kristins Einarssonar v/innheimtu sekta á Borgarbókasafni og Ólafs Brynjars Þórssonar v/slóvenskrar menningarhátíðar í Reykjavík. (RMF06030019)
10. Sviðsstjóri greindi frá og lagði fram kynningarbækling Ferðalangs 2006 sem haldinn verður fyrsta sumardag, 20. apríl nk. Markmið Ferðalangs er að hvetja almenning til að kynna sér fjölbreytta ferðaþjónustu á heimaslóð.

Fundi slitið kl. 18.00
Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Magnús Þór Gylfason
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir