Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar
Ár 2016, mánudaginn 10. október, var haldinn 267. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:30. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Eyrún Eyþórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Huld Ingimarsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. september 2016 þar sem fram kemur að borgarstjórn hafi samþykkt á fundi sínum þ. 20. september að Björn Birgir Þorláksson taki sæti Þuríðar Bjargar Þorgrímsdóttur sem varamaður í menningar- og ferðamálaráði. (RMF14060015)
2. Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Karen María Jónsdóttir deildarstjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna kynna kynna forsendur og feril vegna vals á umsjónaraðila bókunarþjónustu hjá Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík.
3. Lögð fram umsókn Nýlistasafnsins dags. 30. september 2016 um styrk úr borgarsjóði vegna starfsemi safnsins á árinu 2017. Þorgerður Ólafsdóttir safnstjóri, Kolbrún Ýr Einarsdóttir framkvæmdastjóri og Becky Forsythe safneignarfulltrúi kynna fyrirhugaða starfsemi safnsins í Marshallhúsi. (RMF15120007)
4. Lögð fram umsókn Kling og Bang gallerí dags. 1. október 2016 um þriggja ára samstarfssamning vegna starfsemi og reksturs gallerísins. Elísabet Brynhildardóttir, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Daníel Björnsson og Úlfur Grönvold kynna fyrirhugaða starfsemi gallerísins í Marshallhúsi. (RMF15120007)
- Kl. 15:00 víkur Magnús Arnar Sigurðsson af fundinum.
- Kl. 15:00 tekur Björn Ívar Björnsson sæti á fundinum.
5. Samþykkt skipan í ráðgefandi faghóp um styrki menningar- og ferðamálaráðs 2017. Trúnaðarmál þar til úthlutun styrkja hefur verið gerð opinber. (RMF16080001)
6. Lagt fram yfirlit yfir styrki til menningarmála 2017. (RMF16080001)
7. Lagðar fram umsóknir um Borgarhátíðir 2017-2019. (RMF16080010)
8. Lagt fram svar skrifstofustjóra menningarmála við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins um samning við rekstraraðila í Iðnó og hlutverk og rekstur Iðnó sem lögð var fram á 265. fundi. (RMF16040007)
9. Lagt fram erindi Margrétar Rósu Einarsdóttur vegna leigusamnings milli Iðnó ehf. og menningar- og ferðamálasviðs. Einnig lögð fram svohljóðandi tillaga:
Lagt er til að menningar- og ferðamálasviði verði falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu undir menningarstarf og annað sem styrkir rekstur hússins. Tillaga að auglýsingu og forsendum hennar verði lagðar fyrir menningar- og ferðamálaráð áður en auglýst verður. Gildandi samningur við Iðnó ehf rennur út í september 2017.(RMF16040007)
Samþykkt.
10. Kristín Viðarsdóttir og Lára Aðalsteinsdóttir verkefnastjórar Bókmenntaborgar kynna Lestrarhátíð 2016. (RMF16080013)
Fundið slitið kl. 16:04
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson
Margrét Norðdahl Herdís Anna Þorvaldsdóttir
Áslaug María Friðriksdóttir Björn Ívar Björnsson
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 10.10.2016 - prentvæn útgáfa