Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 266

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar

Ár 2016, mánudaginn 26. september var haldinn 266. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.32. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Eyrún Eyþórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson.

Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Huld Ingimarsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga um skipan stjórnar Barnamenningarhátíðar 2017.

Lagt til að fulltrúar Menningar og ferðamálasviðs verði Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála, sem jafnframt verður formaður stjórnarinnar, Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Alma Dís Kristinsdóttir verkefnastjóri hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur. Fulltrúar SFS verða Sigfríður Björnsdóttir  deildarstjóri listfræðslu, Soffía Þorsteinsdóttir leikskólastjóri Sæborgar og Jóhannes Guðlaugsson framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Ársel. Fulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna verður Eyja Camille Bonthonneau. (RMF16090002)

Samþykkt.

- Kl. 13.34 tekur  Herdís Anna Þorvaldsdóttir sæti á fundinum.

2. Fram fer kynning á tendrun Friðarsúlu Yoko Ono 9. október 2016 og tengdum viðburðum.  (RMF16090012)

- Kl. 14.11 tekur Halldór Auðar Svansson sæti á fundinum.

- Kl. 14.11 víkur Þórgnýr Thoroddsen af fundinum.

3. Lögð fram tillögu að skiptingu á fjárhagsramma sviðsins og drög að starfsáætlun 2017.

Samþykkt að vísa drögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2017 til borgarráðs. (RMF16090015)

Áshildur Bragadóttir, Guðbrandur Benediktsson, Ólöf Kristín Sigurðardóttir, Pálína Magnúsdóttir og Lára Aðalsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

- Kl. 15.06 víkur Halldór Auðar Svansson af fundinum.

- Kl. 15.06 tekur Björn Birgir Þorláksson sæti á fundinum.

Fundið slitið kl. 16.10

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Björn Birgir Þorláksson Stefán Benediktsson

Margrét Norðdahl  Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Áslaug María Friðriksdóttir Magnús Arnar Sigurðarson

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 26.9.2016 - Prentvæn útgáfa