Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 265

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar

Ár 2016, mánudaginn 12. september var haldinn 265. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.32. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Björn Ívar Björnsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Birna Hafstein.  Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Huld Ingimarsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. september 2016, þar sem fram kemur að borgarstjórn hafi samþykkt á fundi sínum 5. september 2016 að Björn Ívar Björnsson taki sæti í menningar- og ferðamálaráði í stað Jóns Finnbogasonar. (RMF14060015)

- Kl. 13:48 tekur Herdís Anna Þorvaldsdóttir sæti á fundinum.

- Kl. 13:49 tekur Þorgerður Agla Magnúsdóttir sæti á fundinum.

2. Fram fer kynning á greinargerð um Menningarnótt 2016. (RMF16030007)

Áshildur Bragadóttir og Björg Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Fram fer kynning á starfsemi og framtíðarsýn vegna Tjarnarbíós. (RMF14020002)

Friðrik Friðriksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 14.38 víkur Þórgnýr Thoroddsen af fundinum

- Kl. 14.38 tekur Björn Birgir Þorláksson sæti á fundinum.

4. Fram fer kynning á rafbókaútláni og þróun rafrænnar þjónustu á Borgarbókasafni Reykjavíkur.

Pálína Magnúsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Starfshópur um varðveislu menningarminja við Grímsstaðarvör. (RMF14090003)

Frestað.

6. Lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 1. september, um tillögu Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu Hljómskálans. (RMF16080003)

7. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði:

Óskað er eftir upplýsingum um hvernig markaðssetning á menningarviðburðum hefur þróast undanfarið á þeim tíma sem mest fjölgun ferðamanna hefur átt sér stað. Hverjir eru snertifletir Reykjavíkurborgar við erlenda ferðamenn, hvaða leiðir eru notaðar, hvaða leiðir virka og hvaða fjármunum er til þeirra varið? Hvernig eru menningarviðburðir auglýstir, hvaða menningarviðburðir eru auglýstir, hjá einstaka stofnunum og eins miðlægt fyrir Reykjavík alla? Hvernig hefur markaðssetning á vefsvæðum þar sem miðlæg kynning fer fram s.s. á vefsvæðinu Visitreykjavik.is og öðrum sambærilegum svæðum þróast undanfarin ár?

8. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði:

Samningur við rekstraraðila Iðnó rennur út á næstunni. Eru viðræður við núverandi rekstraraðila hafnar eins og gert var ráð fyrir samkvæmt samningi?  Liggja einhverjar áætlanir fyrir um hlutverk og rekstur í Iðnó?

Fundið slitið kl. 15.39

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Björn Birgir Þorláksson Stefán Benediktsson

Margrét Norðdahl  Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Áslaug María Friðriksdóttir Björn Ívar Björnsson

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 12.9.2016 - Prentvæn útgáfa