Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar
Ár 2016, mánudaginn 27. júní var haldinn 262. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:31. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Huld Ingimarsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
1. Kristín Viðarsdóttir verkefnastjóri Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO og Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri á Umhverfis- og skipulagssviði kynna stöðu mála og verkefni framundan hjá starfshópi um menningarmerkingar. (RMF13010017)
- Kl. 13:39 tekur Herdís Anna Þorvaldsdóttir sæti á fundinum.
2. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sem frestað var á 260. fundi ráðsins:
Lagt er til að skoðað verði að setja upp rigningarljóð á gangstígum Reykjavíkur líkt og gert hefur verið í Boston, s.s. kostnaðinn við það og hverjum innan borgarinnar ætti að fela verkefnið.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO.
3. Fram fer umræða um fjögurra mánaða stöðu Menningar- og ferðamálasviðs. (RMF16050012)
4. Lögð fram tillaga um að reglulegir fundir menningar- og ferðamálaráðs haust 2016 - sumar 2017 verði haldnir 2. og 4. mánudag hvers mánaðar kl. 13:30-16:00.
Samþykkt.
5. Fram fer umræða um húsnæðismál Menningar- og ferðamálasviðs. Í lok fundar kynnir ráðið sér bakrými Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúss.
Fundi slitið kl. 14:47
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson
Margrét Norðdahl Magnús Arnar Sigurðarson
Herdís Anna Þorvaldsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálará 27.6.2016 - prentvæn útgáfa