Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 258

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar

Ár 2016, mánudaginn 25. apríl var haldinn 258. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:37. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tilkynning frá borgarstjórn dags. 19. apríl 2016 um að Áslaug Friðriksdóttir taki sæti sem aðalmaður í menningar- og ferðamálaráði í stað Mörtu Guðjónsdóttur og Börkur Gunnarsson taki sæti sem aðalamaður í menningar- og ferðamálaráði í stað Júlíusar Vífils Ingvarssonar. Einnig var samþykkt að Björn Gíslason taki sæti sem varamaður í menningar- og ferðamálaráði í stað Barkar Gunnarssonar. (RMF14060015)

2. Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur kynnir uppgröft í Víkurgarði.

- Kl. 13:41 tekur Herdís Anna Þorvaldsdóttir sæti á fundinum. 

- Kl. 13:48 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum. 

3. Helga Viðarsdóttir stjórnarformaður Perlu norðursins  og Agnes Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri kynna náttúruminjasafn í Perlunni. (RMF13090015)

Hrólfur Jónsson skrifstofustjóri og Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

4. Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgar Reykjavíkur kynnir ársreikning og starfsemi framundan. (RMF15120011)

Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5. Lagt fram svar dags. 7. apríl 2016 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 255. fundi ráðsins um það með hvaða hætti höfuðborgir Norðurlanda undirbúa, auglýsa og leggja mat á styrki til menningarmála, með hvaða hætti valið er í matsnefndir sem fara yfir styrkbeiðnir og hlutverk menningarmálanefnda við mat á umsóknum. Frestað frá 257. fundi. (RMF16030014)

6. Lögð fram tilnefning um borgarlistamann 2016 sem útnefndur verður 17. júní 2016. (RMF16020008)

Samþykkt. Trúnaðarmál fram að útnefningu. 

7. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á 257. fundi: 

Menningar- og ferðamálaráð leggur til að fagaðilar, frá stofnunum borgarinnar, fari yfir listann sem lagður var fyrir borgarráð í nóvember síðastliðnum. Á þessum lista voru tillögur að byggingum í eigu Reykjavíkurborgar sem skoða á að megi selja. Undirrituð eru viss um að fasteignamat þessara bygginga liggi fyrir en telja nauðsynlegt að menningarlegt mat verði lagt á þær áður en ákveðið verði hverjar þeirra eigi að selja.

Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga: 

Menningar- og ferðamálaráð leggur til við borgarráð að fagaðilar á sviði ráðsins verði fengnir til að leggja mat á menningarlegt gildi þeirra bygginga sem tengjast rekstri sviðsins, verði ákveðið að setja einhverjar þeirra í söluferli.

Samþykkt. 

8. Lagt fram erindi af samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum Menning og listir dags. 31. mars 2016 um útilistaverk í Bakkahverfi. Einnig lögð fram umsögn safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 18. apríl 2016.  (RMF16010001)

Menningar- og ferðamálaráð tekur undir umsögn safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 18. apríl 2016.

9. Menningar- og ferðamálaráð vill þakka öllu því góða og hæfileikaríka starfsfólki sem kom að vinnu og skipulagningu Barnamenningarhátíðar í Reykjavík 2016. Það er ómetanlegt að hægt sé að hlúa svo vel að listuppeldi og sköpun barna í samræmi við menningarstefnu Reykjavíkurborgar.  Um leið er börnum og öllum  borgarbúum þökkuð mikil og góð þátttaka og margvíslegt framlag til viðburða.

Fundi slitið kl. 16:10

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Margrét Norðdahl

Stefán Benediktsson Magnús Arnar Sigurðarson

Herdís Anna Þorvaldsdóttir Börkur Gunnarsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 25.4.2016 - prentvæn útgáfa