Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar
Ár 2016, þriðjudaginn 29. mars var haldinn 256. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:30. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir og Jón Finnbogason. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Rannveig Grétarsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Erna Kristjánsdóttir markaðs- og gæðastjóri og Ágúst Ágústsson markaðsstjóri hjá Faxaflóahöfnum kynna þróun og starfsemi hafsækinnar ferðaþjónustu við Gömlu höfnina.
2. Lögð fram tillaga að eftirfarandi skipi verkefnisstjórn Meningarnætur 2016:
Hrefna Haraldsdóttir formaður stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta verði formaður, Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt Umhverfis- og skipulagssviði, Markús Heimir Guðmundsson forstöðumaður Hins hússins, Jakob Frímann Magnússon framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar og Elínborg Valdís Kvaran forstöðumaður markaðsdeildar Landsbanka Íslands. Jafnframt verði skipaður fulltrúi annars bakhjarls Menningarnætur. Óskað verður eftir karlmanni til að tryggja sem jöfnust kynjahlutföll í verkefnisstjórninni. (RMF16030007)
Samþykkt.
3. Lögð fram stöðuskýrsla starfshóps um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun (KFS) á Menningar- og ferðamálasviði dags. 10 mars 2016 með tillögu að næstu verkefnum sviðsins. Sviðsstjóri kynnir áætlun um rýningu næstu þjónustuþátta og stöðu KFS tengdra greininga á sviðinu. (RMF13030013)
Tillaga er samþykkt.
Einar Ólafsson formaður starfshóps um KFS á MOF tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 14:38
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson
Margrét Norðdahl Marta Guðjónsdóttir
Jón Finnbogason
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 29.3.2016 - prentvæn útgáfa