Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 254

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar

Ár 2016, mánudaginn 22. febrúar var haldinn 254. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:33. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Börkur Gunnarsson, Marta Guðjónsdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson.  Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 4. febrúar 2016, um verk- og tímaáætlun vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2017 og fimm ára áætlunar ásamt tíma- og verkáætlun A-hluta dags. 26. janúar 2016. (RMF16020005)

2. Harpa Rut Hilmarsdóttir verkefnastjóri barnamenningar kynnir verkefni Menningar- og ferðamálasviðs á sviði barnamenningar og samstarfsverkefni sviðsins með Skóla- og frístundasviði. (RMF16020007)

- Kl. 14:17 tekur Birna Hafstein áheyrnarfulltrúi BÍL sæti á fundinum. 

3. Lagðar fram tillögur að breytingum á gildandi samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 2013. (RMF15080013)

Frestað. 

4. Lagðir fram til staðfestingar eftirfarandi undirritaðir samningar: samstarfssamningar til þriggja ára við eftirtaldar hátíðir: Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF dags. 28. janúar 2016, Hinsegin daga í Reykjavík dags. 18. febrúar 2016, Reykjavík Dance Festival dags. 5. febrúar 2016 og Lókal leiklistarhátíð dags. 3. febrúar 2016,  samstarfssamningar til tveggja ára við Heimili kvikmyndanna dags. 28. janúar 2016 og Samtök um danshús dags. 17. febrúar 2016. Að auki lagðir fram samningar til eins árs við Nýlistasafnið dags. 12. febrúar 2016 og Kling og Bang gallerí dags. 12. febrúar 2016. (RMF16010008, RMF16010007, RMF16020002, RMF16010009)

Vísað til borgarráðs til staðfestingar. 

5. Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar kynnir Hönnunarmars 2016. 

6. Lögð fram umsögn um drög að mannréttindastefnu dags. 19. febrúar 2016. (RMF15080007)

Samþykkt.

7. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar um fjarfundabúnað dags. 9. febrúar 2016. (RMF16020012)

8. Lagt fram erindi af samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum menning- og listir sem tekið var af vefnum 31. janúar 2016 um að setja upplýsingaskilti um siglingar og landafundi Íslendinga til forna við Sólfarið. (RMF16010001)

Frestað. 

Fundi slitið kl. 15:46

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson

Margrét Norðdahl Marta Guðjónsdóttir

Börkur Gunnarsson Magnús Arnar Sigurðarson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 22.2.2016 - prentvæn útgáfa