No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar
Ár 2016, mánudaginn 25. janúar var haldinn 252. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn á Korpúlfsstöðum og hófst hann kl. 13:31. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Elín Oddný Sigurðardóttir, Marta Guðjónsdóttir og Ingvar Mar Jónsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Birna Hafstein og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram 11 mánaða staða Menningar- og ferðamálasviðs.
- Kl. 13:36 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.
2. Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Karen María Jónsdóttir verkefnastjóri viðburða kynna Vetrarhátíð 2016. (RMF15110001)
3. Kristín Viðarsdóttir og Lára Aðalsteinsdóttir verkefnastjórar Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO kynna Samstarfsnet skapandi borga UNESCO. (RMF13120006)
4. Lögð fram til kynningar umsögn Menningar- og ferðamálasviðs um framlag listamanna til sýninga. (RMF15110010)
5. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum menning og listir dags. 30. september 2015 um nýtt útilistaverk á höggmyndareit á sunnanverðu Klambratúni. (RMF16010001)
Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:
Á fundi menningar- og ferðamálaráðs þ. 26. október 2015 var lögð fram tillaga hverfisráðs Hlíða um að borgarráð og menningar- og ferðamálaráð í samráði við Listasafn Reykjavíkur hrindi af stað framkvæmd um nýtt listaverk á Klambratúni í stað höggmyndar af Einari Ben sem flutt var að Höfða og að sú vinna fari fram í góðum tengslum við Hverfisráð Hlíða. Hverfisráðið lagði til að fram fari samkeppni um verkið og að verkið hafi tengsl við núverandi hlutverk túnsins sem vettvangur íbúa í hverfinu og borgarbúa allra, til útivistar, leiks og samveru. Fyrir liggur umsögn Listasafns Reykjavíkur dags. 23. október 2015 þar sem tekið er undir tillögu hverfisráðs Hlíða um að efnt verði til samkeppni á meðal listamanna um gerð verks. Í umsögninni segir jafnframt að samkeppni á meðal listamanna skapi tækifæri til að velja til uppsetningar listaverk sem eflir Klambratún sem örvandi umhverfi til útivistar, leiks og samveru.
Menningar- og ferðamálaráð lagði fram svohljóðandi bókun við tillögu hverfisráðsins:
Menningar- og ferðamálaráð tekur undir umsögn safnstjóra Listasafns Reykjavíkur um tillögu hverfisráðs Hlíða um nýtt listaverk á Klambratúni. Eitt af markmiðum menningarstefnu Reykjavíkurborgar er að menning, listir og saga eru grunnþættir í þróun borgarinnar og skapandi hugsun endurspeglast í umhverfinu. Á aðgerðaáætlun menningarstefnu er m.a. talað um aukna aðkomu listamanna að skipulagi og mótun mannvirkja á vegum borgarinnar, ásamt áherslu á samþættingu lista við skipulag svæða. Að auki er lögð áhersla á aukna samvinnu fagsviða Reykjavíkurborgar að menningarverkefnum. Á þeim forsendum beinir ráðið því til umhverfis- og skipulagsráðs að leita til listamanna í hönnunarvinnu á túninu.
Umhverfis- og skipulagssvið vinnur að skipulagi á Klambratúni og vonir standa til að framtíðarskipulag feli í sér list í almannarými.
6. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum ferðamál dags. 30. nóvember 2015 um franskar merkingar á Frakkastíg. (RMF16010001)
Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:
Hugmyndinni er vísað til starfshóps um menningarmerkingar, Betri hverfa og hverfisráðs Miðborgar og Hlíða og sendiráð Frakklands á Íslandi.
7. Menningar- og ferðamálaráð samþykkir svohljóðandi bókun:
Berglind Ólafsdóttir lýkur nú störfum sem skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á Menningar- og ferðamálasviði. Berglind hefur unnið óeigingjarnt starf fyrir sviðið í rúmlega ellefu ár og sýnt mikið þolgæði á þeim tíma. Menningar- og ferðamálaráð kveður Berglindi með söknuði og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
8. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistamanna kynnir sjónlistamiðstöðina á Korpúlfsstöðum.
Fundið slitið kl 16.00
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen Margrét Norðdahl
Elín Oddný Sigurðardóttir Marta Guðjónsdóttir
Ingvar Mar Jónsson Júlíus Vífill Ingvarsson
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 25.1.2016 - prentvæn útgáfa