Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 250

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2015, mánudaginn 14. desember var haldinn 250. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Iðnó og hófst hann kl. 13:33. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Unnur H. Möller, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Börkur Gunnarsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Ingvar Mar Jónsson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Endurskoðun samþykkta menningar- og ferðamálaráðs. Til sérstakrar skoðunar eru ákvæði um hlutverk ráðs varðandi minjavernd. (RMF15080013) 

Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

2. Fram fara umræður um styrkveitingar ráðsins 2016. (RMF15080003)

Hörður Lárusson, Magnea Matthíasdóttir, Jón Bergmann Kjartans Ransu og Þóra Karítas Árnadóttir meðlimir í ráðgefandi faghóp taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lögð fram tillaga að endurskoðuðum verklagsreglum um úthlutun nýrra styrkja og samstarfssamninga menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar 2016. (RMF15080003)

Samþykkt.

4. Ráðning nýs skrifstofustjóra rekstar og mannauðsmála á Menningar- og ferðamálasviði kynnt.

Fundið slitið kl. 15:36

Elsa Yeoman

Unnur H. Möller Margrét Norðdal

Stefán Benediktsson Börkur Gunnarsson

Júlíus Vífill Ingvarsson Ingvar Mar Jónsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 14.12.2015 - prentvæn útgáfa