Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 249

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2015, mánudaginn 7. desember var haldinn 249. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:31. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir, Börkur Gunnarsson og Ingvar Mar Jónsson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um starfs- og fjárhagsáætlun 2016. Fram fer kynning á gjaldskrá Menningar- og ferðamálasviðs 2016. 

Samþykkt að vísa tillögunni í borgarráð. 

2. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Samtaka ferðaþjónustunnar  í menningar- og ferðamálaráði: 

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar ályktar að gerð verði greining á kostnaði og ábata Reykjavíkurborgar af ferðaþjónustu. 

Tillögunni fylgdi greinargerð. 

Frestað. 

- Kl. 14:15 víkur Stefán Benediktsson af fundinum. 

3. Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála kynnir drög að endurskoðaðri aðgerðaráætlun menningarstefnu. (RMF14110012)

Samþykkt með áorðnum breytingum.  

4. Lagt fram erindi Sigurðar L. Hall vegna Food and Fun dags. 1. desember 2015. (RMF15120002) 

5. Lagðar fram umsagnir um endurskoða aðgerðaáætlun ferðamálastefnu. Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnir. (RMF14110011)

Samþykkt að fela Höfuðborgarstofu að ganga frá endanlegri aðgerðaáætlun til samþykktar. 

- Kl. 15:26 víkur Elín Oddný Sigurðardóttir af fundinum.

Fundi slitið kl. 15.32

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Margrét Norðdahl

Marta Guðjónsdóttir Börkur Gunnarsson Ingvar Mar Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 7.12.2015 - prentvæn útgáfa