Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2015, mánudaginn 9. nóvember var haldinn 247. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:30. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Ingvar Mar Jónsson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnir Desember í Reykjavík og Vetrarhátíð 2016 sem haldin verður 4.-7. febrúar 2016.
2. Umsóknir um skyndistyrki sem bárust fyrir 28. október lagðar fram til kynningar. (RMF15080005)
Samþykkt að vísa til faghóps til umsagnar.
3. Lögð fram skýrsla um Vinnumarkað skapandi greina sem Rannsóknarmiðstöð skapandi greina vann fyrir Menningar- og ferðamálasvið. (RMF14120013)
4. Lagt fram erindi Péturs Halldórssonar dags. 17. ágúst 2015 um tillögu að sýningu um menningarsögulegan reit í miðju Reykjavíkur. Jafnframt er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 18. október 2015. (RMF15080016)
Menningar- og ferðamálaráð tekur undir umsögn Borgarsögusafns dags. 18.október 2015.
5. Skipan dómnefndar um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2016. Samþykkt að dómnefndina skipi Úlfhildur Dagsdóttir formaður og Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir. Óskað verður eftir tilnefningu fulltrúa Rithöfundasambands Íslands. (RMF15100001)
6. Skipan stjórnar Kjarvalsstofu í París 2016-2018. Samþykkt að leggja til við borgarráð að af hálfu Reykjavíkurborgar sitji Hulda Proppé og Börkur Gunnarsson í stjórn Kjarvalsstofu. Mennta- og menningarmálaráðuneyti tilnefnir einn fulltrúa. (RMF15080015)
7. Lögð fram svohljóðandi tillaga um Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar:
Lagt er til að barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs og Dimmalimm, íslensku myndskreytiverðlaunin, verði sameinuð undir heitinu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar. Þau yrðu þrískipt - fyrir bestu frumsömdu íslensku barnabókina, bestu þýðingu á barnabók yfir á íslensku og bestu myndskreytingu á íslenskri barnabók. Verðlaunaveitingin og verkefni henni tengd verði samvinnuverkefni skóla- og frístundaráðs og menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í bókmenntaborginni Reykjavík til að efla enn frekar áhuga barna á bókum og yndislestri. (RMF15100007)
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt að vísa tillögunni til borgarráðs til staðfestingar.
8. Lögð fram tillaga um að verkefnastjórn Vetrarhátíðarhátíðar 2016 skipi Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu formaður, Berghildur Erla Bernharðsdóttir kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur, fulltrúi menningarstofnana Reykjavíkurborgar, Björn Pétursson forstöðumaður Byggðasafns Hafnarfjarðar, fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, Kristín Arnþórsdóttir bókasafnsfræðingur á bókasafni Seltjarnarness, fulltrúi Seltjarnarneskaupstaðar, Magnús Árnason forstöðumaður útivistarsviðs, fulltrúi ÍTR og Margrét Grétarsdóttir mannauðsráðgjafi, fulltrúi ÍTR. (RMF15110001)
Samþykkt.
9. Fram fer umræða um drög að aðgerðaáætlun menningarstefnu 2016. (RMF14110012)
10. Lögð er fram drög að starfsáætlun Menningar- og ferðamálasviðs 2016 Fornar rætur framsýn borg.
Ráðið þakkar fyrir einstaklega skýr og faglega unnin drög að starfsáætlun 2016.
Fundi slitið kl. 15:03
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson
Margrét Norðdahl Júlíus Vífill Ingvarsson
Marta Guðjónsdóttir Ingvar Mar Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 9.11.2015 - prentvæn útgáfa