Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 246

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2015, mánudaginn 26. október var haldinn 246. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:34. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Svala Arnardóttir, Stefán Benediktsson, Ingvar Mar Jónsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um vinnumarkað skapandi greina á höfuðborgarsvæðinu. 

Margrét Sigrún Sigurðardóttir hjá Rannsóknarmiðstöð skapandi greina tekur sæti á fundinum undir þessum lið. (RMF14120013)

- Kl. 13:40 tekur Elín Oddný Sigurðardóttir sæti á fundinum. 

2. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns kynnir nýtt varðveisluhús í Árbæjarsafni sem tekið verður í notkun 28. október nk.

3. Þórólfur Jónsson garðyrkjustjóri kynnir framtíðarskipulag fyrir Klambratún.  (RMF1510006)

4. Lögð fram umsögn safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 23. október 2015 um tillögu hverfisráðs Hlíða um nýtt listaverk á Klambratúni dags. 20. september 2015. Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. (RMF1510006)

Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

Menningar- og ferðamálaráð tekur undir umsögn safnstjóra Listasafns Reykjavíkur um tillögu hverfisráðs Hlíða um nýtt listaverk á Klambratúni. Eitt af markmiðum menningarstefnu Reykjavíkurborgar er að menning, listir og saga eru grunnþættir í þróun borgarinnar og skapandi hugsun endurspeglast í umhverfinu. Á aðgerðaáætlun menningarstefnu er m.a. talað um aukna aðkomu listamanna að skipulagi og mótun mannvirkja á vegum borgarinnar, ásamt áherslu á samþættingu lista við skipulag svæða. Að auki er lögð áhersla á aukna samvinnu fagsviða Reykjavíkurborgar að menningarverkefnum. Á þeim forsendum beinir ráðið því til umhverfis- og skipulagsráðs að leita til listamanna í hönnunarvinnu á túninu. 

5. Fram fer umræða um styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs vegna ársins 2016. Lagt fram yfirlit yfir áætlaða fjármuni til ráðstöfunar. (RMF15080003)

Samþykkt að vísa umsóknum um styrki til ráðgefandi faghóps til umsagnar. 

6. Lagt fram svar skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs  dags. 23. október 2015 við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina um framlag Menningar- og ferðamálasviðs til hátíðarinnar Secret Solstice 2014 og 2015 sem lögð var fram á 245. fundi menningar- og ferðamálaráðs. (RMF15100005) 

7. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 3. september 2015 um fjölmenningardaga í Austurbergi. Jafnframt lögð fram umsögn hverfisstjóra Breiðholts dags. 22. október 2015. (RMF14120016)

Samþykkt að vísa erindinu til hverfisráðs Breiðholts. 

Fundi slitið kl. 15:24

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Svala Arnardóttir

Stefán Benediktsson Ingvar Mar Jónsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 26.10.2015 - prentvæn útgáfa