Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 245

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2015, mánudaginn 12. október var haldinn 245. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:30. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Ingvar Mar Jónsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Birna Hafstein. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kynnir Vegvísi, nýja ferðamálastefnu Avinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Samtaka ferðaþjónustunnar. 

2. Anna Hrefna Ingimundardóttir og Konráð S. Guðjónsson frá Arionbanka kynna ferðaþjónustuúttekt greiningardeildar Arionbanka.

- Kl. 14.57 víkur Þórgnýr Thoroddsen af fundinum. 

- Kl. 14:58 tekur Þuríður Björg Þorgrímsdóttir sæti á fundinum. 

3. Hjörleifur Stefánsson arkitekt kynnir tillögu að umhverfislistaverki úr torfi í Hljómskálagarðinum. (RMF15020020) 

4. Ástand Sólheimasafns og staða á vinnu við að finna lausnir á húsnæðisvanda safnsins. Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður, Guðríður Sigurbjörnsdóttir, Hrólfur Jónsson skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. (RMF15040017)

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í menningar- og ferðamálaráði leggja fram svohljóðandi bókun: 

Fyrir liggur að ráðast þarf í miklar viðgerðir á húsnæði útibús Borgarbókasafnins í Sólheimum. Verið er m.a. að leita að nýju húsnæði fyrir safnið til framtíðar. Með þessar staðreyndir í huga leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokks til að kannaðir verði möguleikar á því að hýsa safnið í einhverjum að nærliggjandi skólum s.s. Vogaskóla, Langholtsskóla og Laugarlækjarskóla og að safnið verði rekið í samstarfi við bókasafn þess skóla sem fyrir valinu verður.

5. Lögð fram tillaga um að stjórn Barnamenningarhátíðar 2016 skipi þrír fulltrúar frá Menningar- og ferðamálasviði, þrír fulltrúar frá Skóla- og frístundasviði og einn fulltrúi frá Reykjavíkurráði ungmenna. Fulltrúar MOF verði Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála, formaður, Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Heiðar Kári Rannversson verkefnastjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Fulltrúar SFS verða Atli Steinn Árnason forstöðumaður frístundamiðstöðvar Gufunesbæ, Kristín Hildur Ólafsdóttir leikskólaráðgjafi SFS og Sigfríður Björnsdóttir deildarstjóri listfræðslu SFS. Tilnefning Reykjavíkurráðs ungmenna berst síðar. (RMF15090003) 

Samþykkt.

6. Fram fer umræða um forsendur styrkjaúthlutunar menningar- og ferðamálaráðs 2016. (RMF15080003)

7. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Framsókn og flugvallarvinir óska að fá upplýsingar um hvort að MOF hafi styrkt með beinum fjárframlögum og/eða óbeinum hætti tónlistarhátíðina Secret Solstice á árunum 2014 og 2015. Sé svarið jákvætt óskast upplýsingar um fjárhæðir beinna fjárframlaga og/eða útlistun á því í hverju styrkirnir fólust.

Fundi slitið kl. 16:14

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir Margrét Norðdahl

Stefán Benediktsson Ingvar Mar Jónsson 

Júlíus Vífill Ingvarsson Marta Guðjónsdóttir 

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 12.10.2015 - prentvæn útgáfa