Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 243

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2015, mánudaginn 14. september var haldinn 243. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:30. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Magnús Arnar Sigurðsson og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram til kynningar 11 umsóknir um skyndistyrki sem bárust fyrir 1. september. (RMF15050005)

Vísað til faghóps til umsagnar.

2. Lögð fram greinargerð um Menningarnótt 2015. (RMF15020023)

 Kl. 13:34 tekur Elín Oddný Sigurðardóttir sæti á fundinum.

3. Lagt fram svar Menningar- og ferðamálasviðs við fyrirspurn menningar- og ferðamálaráðs sem lögð var fram á 238. fundi um fræðslustarf sem menningarstofnanir borgarinnar sinna fyrir leik- og grunnskólabörn í borginni ásamt samantekt á þeim samningum sem Menningar- og ferðamálasvið hefur gert við aðra aðila sem fela í sér slíka fræðslustarfsemi. (RMF15050012)

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags 11. september um samþykkt borgarráðs sem felur í sér að Reykjavíkurborg þiggi að gjöf hluta út Berlínarmúrnum. Menningar- og ferðamálasviði og umhverfis- og skipulagssviði er falin frekari útfærsla málsins. Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur kynnir tillögu að staðsetningu sem er samþykkt. (RMF15090005) 

 Kl. 13:55 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum. 

5. Ráðning forstöðumanns Höfuðborgarstofu. (RMF15080004)

Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

Menningar- og ferðamálaráð vill bjóða Áshildi Bragadóttur velkomna til starfa til Höfuðborgarstofu og hlakka ráðsmenn- og konur óneitanlega til komandi samstarfs.

6. Bókun menningar- og ferðamálaráðs: 

Menningar- og ferðamálaráð vill koma á framfæri miklum þökkum sínum til Einars Bárðarsonar, fráfarandi forstöðumanns Höfuðborgarstofu, en hann tók við stöðunni í upphafi árs 2013. Ráðið óskar Einari farsældar á nýjum slóðum.

7. Sviðsstjóri kynnir tillögur að skiptingu á fjárhagsramma sviðsins og drög að starfsáætlun 2016. Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur, Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Áshildur Bragadóttir verðandi forstöðumaður Höfuðborgarstofu taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

Samþykkt að vísa drögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2016 til borgarráðs. (RMF15090002)

Fundi slitið kl. 15:50

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson

Margrét Norðdahl Börkur Gunnarsson

Marta Guðjónsdóttir Magnús Arnar Sigurðsson

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 14.9.2015 - prentvæn útgáfa