Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2015, mánudaginn 22. júní var haldinn 240. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:32. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Stefán Benediktsson, Dóra Magnúsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu og dr. Guðfinna S. Bjarnadóttir ráðgjafi kynna drög að endurskoðaðri aðgerðaráætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. (RMF14110011)
– kl. 13:39 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.
2. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns kynnir stefnu Borgarsögusafns 2015-2017. (RMF1407000)
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi Heiðu Kristínar Helgadóttur fyrir hönd Best Peace Solutions um tímabundið umhverfislistaverk við Bernhöftstorfu. Einnig lögð fram umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. júní 2015 og umsögn safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 15. júní 2015 (RMF15060005)
Heiða Kristín Helgadóttir og Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Menningar og ferðamálaráð tekur vel í hugmyndir Best Peace Solutions um tímabundið útilistaverk á Bernhöftstorfu. Ráðið vill þó ítreka að hér er um tímabundið verk að ræða sem ætlað er að standa í einn mánuð. Einnig telur ráðið mikilvægt að tekið sé fullt tillit til umsagna Umhverfis- og skipulagssviðs og Listasafns Reykjavíkur. Ráðið ítrekar einnig að verkefnið sé unnið í sátt við nánasta umhverfi og þá starfssemi sem þar er og að öryggismál séu höfð í hávegum í gegnum allt ferlið. Mikilvægt er að tryggt sé að kostnaður við uppsetningu og brottflutning verksins verður alfarið borinn af umsækjanda.
4. Lögð fram tillaga safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 12. júní 2015 um uppsetningu tveggja útilistaverka við skóla í Grafarholti. Hafþór Yngvason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. (RMF15060007)
Samþykkt að vísa til umsagnar skóla- og frístundaráðs og hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsársdals.
5. Fram fer kynning á árshlutauppgjöri menningar- og ferðamálasviðs fyrir janúar-apríl 2015. (RMF15050008)
6. Fjárhagsáætlun 2016-2020. Lögð fram rammaúthlutun sem samþykkt var í borgarráði 18. júní 2015. (RMF15020004)
Sviðsstjóra falið að vinna tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2016.
7. Lögð fram tillaga sviðstjóra um næsta verkefni kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunargerðar. Tillögunni fylgdi greinargerð. (RMF13030013)
Samþykkt.
8. Lagt fram erindi Bandalags íslenskra listamanna dags. 5. júní 2015. (RMF15020018)
Frestað.
9. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í menningar- og ferðamálaráði sem lögð var fram á 238. fundi um dreifingu á áskriftarhópi Borgarleikhússins eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu og um húsaleigusamning vegna Höfuðborgarstofu. (RMF15050011)
10. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 18. júní um styrkúthlutun vegna myndríkra bóka. (RMF15010005)
Fjórar umsóknir bárust. Samtals verða nú veittir styrkir fyrir kr. 1.070.000 til handa eftirtöldum útgáfum:
• kr. 300.000 - Brotabrot úr afrekasögu óeirðar eftir Unnar Örn Jónasson Auðarson, útgefandi Unnar Örn forlag.
• kr. 130.000 - Fyrsti arkitektinn Rögnvaldur Ólafsson eftir Björn G. Björnsson, útgefandi Salka forlag.
• kr. 330.000 - Loftklukkan Reykjavíkursaga eftir Pál Benediktsson, útgefandi Sæmundur forlag.
• kr. 310.000 - Saga Hallgrímskirkju eftir Sigurð Pálsson, útgefandi Hallgrímskirkja.
Fundi slitið kl. 16:00
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson
Dóra Magnúsdóttir Ingvar Mar Jónsson
Marta Guðjónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Magnús Arnar Sigurðarson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 22.6.2015 - prentvæn útgáfa