Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 24

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 8. mars, var haldinn 24. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 16.00. Mættir: Stefán Jón Hafstein, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Anna Eyjólfsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Erna V. Ingólfsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning á Listahátíð í Reykjavík 2006 sem haldin verður dagana 12. maí – 2. júní nk. Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi, mætti á fundinn vegna málsins. (RMF06030005)
2. Lagt fram minnisblað safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, dags. 7. mars, varðandi heimsókn Yoko Ono til Reykjavíkur. Hafþór Yngvason, safnstjóri mætti á fundinn vegna málsins.
Jafnframt lögð fram tillaga sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar 7. mars um friðarsúlu Yoko Ono. (RMF06030002)

3. Lögð fram tillaga að gerð þjónustusamnings fyrir árin 2007-2009 við Félag tónlistarþróunarmistöðvar. Einnig lagt fram bréf fjármálasviðs frá. 22. f.m. þar sem tilkynnt er samþykkt borgarráðs, dags 16. febrúar, á breyttri fjárhagsáætlun 2006 vegna málsins.
Samþykkt. (RMF05060005)
4. Lögð fram skýrsla um nýafstaðna Vetrarhátíð í Reykjavík.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð þakkar verkefnastjóra og verkefnisstjórn Vetrarhátíðar vel unnin störf við undirbúning og framkvæmd Vetrarhátíðar 2006. (RMF05090012)
5. Lagt fram erindi frá Bandalagi ísl. listamanna, dags. 28. febrúar sl. þar sem óskað er eftir framhaldi á samráðsfundum borgarstjóra og fulltrúa menningarmála og BÍL. Einnig er í erindinu óskað eftir fundi um hugsanlegt samstarf BÍL og borgar.
Samþykkt að samráðsfundur með BÍL verði haldinn í framhaldi af næsta fundi ráðsins þann 22. mars nk. í Höfða. (R05040018)
6. Lögð fram norræn skýrsla, sem byggð er á viðburðakönnun dagana 19. – 23. október 2005 um ferðamenn og efnahagsleg áhrif Iceland Airwaves. (RMF05070004)
7. Lögð fram svohljóðandi tillaga að endurnýjun samnings við Iceland Airways:
Lagt er til að sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs verði falið að ganga frá endurnýjun samstarfssamnings við aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves – Hr. Örlyg og Icelandair. Samningurinn taki gildi árið 2006 og gildi til fjögurra ára.
Samningurinn komi til afgreiðslu menningar- og ferðamálaráðs
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt. (RMF06030006)

8. Lögð fram tillaga í 4 liðum að umsögn menningar- og ferðamálaráðs vegna nýrra frumvarpa um Ríkisútvarpið hf, mál 401 og Sinfóníuhljómsveit Íslands, mál 402. (R05040153)
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Minnihlutinn lætur fyrstu þrjá liði bókunar meirihlutans líða um dal og hól, enda ekki hlutverk Menningar- og ferðamálaráðs að gefa álit á breyttu rekstrarformi Ríkisútvarpsins. Um þann hluta bókunarinnar sem varðar Reykjavíkurborg vill minnihlutinn bóka eftirfarandi: Hægt er að taka undir það meginsjónarmið meirihlutans að æskilegt væri að fjárframlag borgarinnar til S.Í. væri ákveðið öðruvísi en með einfaldri prósentutölu, þegar borgin hefur ekkert um það að segja hver heildarkrónutalan er. Hinsvegar hefur Reykjavíkurborg ekki mótað sér stefnu um það hvaða hátt hún myndi vilja hafa á framlögum sínum til S.Í og meðan svo er, er ekki hægt að ætlast til þess að forminu sé breytt.

Tillagan var samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.

- Kl. 17.40 véku Ásrún Kristjánsdóttir og Erna V. Ingólfsdóttir af fundi.
9. Lagt fram erindi Den Österrikske Ambassade, dags. 21. febrúar sl. þar sem Reykjavíkurborg er boðið að kaupa safn Mr. Benczak ,,Art and Tie Collection#GL af Mr. Benczak og stofni safn þar um. (RMF06030001)
Frestað.

Fundi slitið kl. 17.50
Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Anna Eyjólfsdóttir