Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 239

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2015, mánudaginn 8. júní var haldinn 239. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:35. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen, Kristján Freyr Halldórsson, Stefán Benediktsson, Dóra Magnúsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Ingvar Mar Jónsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagðir fram til kynningar undirritaðir samstarfssamningar Menningar- og ferðamálasviðs f.h. Reykjavíkurborgar  við IA tónlistarhátíð vegna Iceland Airwaves dags. 26. maí 2015, Jazzhátíð Reykjavíkur dags 13. mars 2015, Tónskáldafélag Íslands vegna Myrkra múskíkdaga dags. 23. janúar 2015, Blúshátíð í Reykjavík dags. 12. mars 2015, Hönnunarmiðstöð vegna HönnunarMars dags. 14. janúar 2015, Bókmenntahátíð í Reykjavík dags. 18. mars 2015, List án landamæra dags. 18. mars 2015, Stórsveit Reykjavíkur dags. 12. maí 2015, Kammersveit Reykjavíkur dags. 3. mars 2015 og Caput dags. 13. mars 2015.  

- Kl. 13:40 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum.

2. Lögð fram tillaga um að reglulegir fundir menningar- og ferðamálaráðs haust 2015 - sumar 2016 verði haldnir 2. og 4. mánudag hvers mánaðar kl. 13:30-16:00. 

Samþykkt. 

3. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns og Sigrún Kristjánsdóttir deildarstjóri á Borgarsögusafni gera grein fyrir tillögum sem unnar voru í samstarfi við arkitekta frá Kossman.dejong í Amsterdam um hugmyndir og fyrirkomulag nýrrar grunnsýningar Sjóminjasafnsins í Reykjavík. (RMF15040006)

4. Áfangaskýrsla starfshóps um menningarminja við Grímsstaðarvör lögð fram. Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt kynnir frumdrög að deiliskipulagi fyrir Grímsstaðavörina frá 2010 og hugmyndir um framtíðarhlutverk svæðisins. 

5. Lagt fram erindi af samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum menning og listir dags. 29. maí 2015 um að gera meira úr stríðsminjum í Öskjuhlíð. (RMF14120016)

Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:

Starfshópur um menningarmerkingar vinnur í samvinnu við ISAVIA að gerð fræðsluskilta í Öskjuhlíð sem áætlað er að verði sett upp sumarið 2015. Þessi skilti taka fyrir stríðsminjar í Öskjuhlíð með áherslu á minjar sem tengjast flugsögunni. Helstu áhersluatriðin í þessum skiltum eru:

a) Flugvöllurinn sjálfur og saga hans, upphaflega gerður af breska hernum.

b) Eldsneytistankar og gryfja – gryfja sem var gerð fyrir eldsneytistanka (faldir Öskjuhlíðinni).

c) Rafstöð sem sjá má leifar af.

d) Varnarviðbúnaður – vélbyssuvígi o.fl.

e) Flugbátahöfnin.

Jafnframt er áætlað að setja upp skilti á fjórum stöðum í Öskjuhlíð  þar sem stríðssagan er sögð með áherslu á mannlíf. Uppsetning þeirra skilta er áætluð í október eða nóvember 2016. Einnig verður gerður góður göngustígur upp frá Litluhlíð og hugað að bekkjum og tengslum skilta við áningarstaði í hlíðinni. 

Samþykkt einróma.

Fundi slitið kl. 15:41

Þórgnýr Thoroddsen

Kristján Freyr Halldórsson Stefán Benediktsson

Dóra Magnúsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson 

Ingvar Mar Jónsson Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 8.6.2015 - prentvæn útgáfa