Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 237

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2015, mánudaginn 11. maí var haldinn 237. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:30. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Stefán Benediktsson, Dóra Magnúsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Börkur Gunnarsson og Ingvar Mar Jónsson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram skýrsla um Barnamenningarhátíð 2015. Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu menningarmála kynnir. (RMF14060008)

2. Umsóknir um skyndistyrki sem bárust fyrir 28. apríl lagðar fram til kynningar. (RMF15040006)

Samþykkt að vísa til faghóps til umsagnar.

- Kl. 13:55 tekur Kolbrún Halldórsdóttir sæti á fundinum. 

3. Fram fara umræður um breyttar verklagsreglur um úthlutun styrkja og samstarfssamninga menningar- og ferðamálaráðs. 

4. Lagðar fram ályktanir sem samþykktar voru á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar þann 26. mars sl. (RMF15050001)

5. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á 232. fundi um að listaverk úr safneign verði gerð sýnilegri í skólum borgarinnar. (RMF15040003)

Fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarbúum öllum stendur til boða að nýta sér þjónustu Listasafns Reykjavíkur. Grunnskólar borgarinnar þar á meðal. Kalli skólarnir eftir listaverkum til að prýða húsakynni sín er það í boði en auk þess hefur sérstök flökkusýning farið í skóla borgarinnar allt frá árinu 2009. Meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata telja það vera ástæðulaust að taka frumkvæðið af hendi skólanna. Að því sögðu er sjálfsagt að minna skólastjórnendur á að þessi þjónusta er í boði og er því hér með beint til listasafnsins að hvetja til þess að skólarnir kalli eftir verkum í sín rými.

Tillagan felld með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Pírata gegn 2 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks í menningar- og ferðamálaráði. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

6. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis kvikmyndanna kynnir starfsemi Bíó Paradísar. (RMF13040002)

7. Lögð fram tilnefning um borgarlistamann 2015 sem útnefndur verður 17. júní 2015. (RMF15010011)

Samþykkt. Trúnaðarmál fram að útnefningu. 

Fundi slitið kl. 15:53

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson

Dóra Magnúsdóttir Marta Guðjónsdóttir

Börkur Gunnarsson Ingvar Mar Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 11.5.2015 - prentvæn útgáfa