Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 234

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2014, mánudaginn 13. apríl var haldinn 234. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:31. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Stefán Benediktsson, Dóra Magnúsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Ingvar Jónsson Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Líf Magneudóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu og dr. Guðfinna S. Bjarnadóttir ráðgjafi kynna stöðu vinnu stýrihóps um endurskoðun á aðgerðaráætlun ferðamálastefnu Reykjavíkur. (RMF142110011)

- Kl. 14:26 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundinum.

2. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Helga Lára Þorsteinsdóttir deildarstjóri á Listasafni Reykjavíkur fara yfir stöðu viðhalds útilistaverka í borginni. (RMF15040010) 

3. Fjárhagsáætlun 2016-2020 rædd. 

4. Lagt fram yfirlit yfir umsækjendur um starf safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. (RMF14110003)

5. Ellý Alda Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu Velferðarsviðs, Ebba Schram lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns, Ásgeir Westergren deildarstjóri í fjármáladeild, Eyþóra Kristín Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Auðun Freyr Ingvarsson framkvæmdastjóri Félagsbústaða kynna skýrslu starfshóps um nýju Reykjavíkurhúsin. (RMF15040001)

Fulltrúi framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohjóðandi bókun: 

Ljóst er að lóðir í Vesturbugt eru með þeim verðmætustu í borgarlandinu. Framsókn og flugvallarvinir telja að hagsmunum borgarbúa og þá sérstaklega þeim sem bíða eftir félagslegu húsnæði sé betur borgið ef Reykjavíkurborg selur lóðir í Vesturbugt á opnum markaði fremur en að ráðast í áhættusama, tímafreka og flókna framkvæmd. Þannig losar borgin um fjármagn sem nýta mætti með skjótum hætti til íbúðakaupa svo leysa megi vanda þeirra fjölmörgu borgarbúa sem beðið hafa lengi eftir félagslegu húsnæði. Einnig lýsa Framsókn og flugvallarvinir yfir efasemdum um kostnaðarmat vegna framkvæmdarinnar sem samkvæmt áfangaskýrslu er 359 þúsund krónur að meðaltali fyrir hvern fermetra íbúða. Framsókn og flugvallarvinir telja kostnaðinn vanáætlaðan.

6. Harpa Rut Hilmarsdóttir verkefnastjóri barnamenningar og Guðmundur Birgir Halldórsson verkefnastjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu kynna Barnamenningarhátíð 2015. (RMF14060008)

7. Lagt fram erindi af samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum Menning og listir dags. 2. febrúar 2015 um að frítt verði á listasöfn borgarinnar. Frestað frá 232. fundi. (RMF14120016) 

Tillögunni er hafnað. 

8. Lagt fram erindi af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 26. mars 2015 um bókagarð við Sólheimasafn. (RMF14120016)

Tillögunni er hafnað.

9. Svar safnstjóra Listasafns Reykjavíkur við tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á 232. fundi um að listaverk úr safneign verði gerð sýnilegri í skólum borgarinnar. (RMF15040003) 

Frestað.

Fundi slitið kl. 16:19

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson

Dóra Magnúsdóttir Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson Ingvar Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 13.4.2015 - prentvæn útgáfa