Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 233

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2014, mánudaginn 23. mars var haldinn 233. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:31. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Stefán Benediktsson, Dóra Magnúsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Magnús Arnar Sigurðarson.  Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind  Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Hrólfur Jónsson skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar kynnir fjárfestingaráætlun Menningar- og ferðamálasviðs 2015. 

2. Lagt fram erindi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 23. febrúar 2015 um endurbætur á Tjarnargötu 12 - Tjarnarbíó ásamt fylgigögnum. Erindinu var vísað frá borgarráði dags. 3. mars 2015 til umsagnar ráðsins. Einnig lögð fram umsögn skrifstofustjóra menningarmála dags. 19. mars 2015. (RMF14020002)

Menningar- og ferðamálaráð tekur undir umsögn skrifstofustjóra menningarmála. 

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun: 

Framsókn og flugvallarvinir fagna tillögum að breytingum á Tjarnarbíói. Byggingar borgarinnar eiga að þjóna þeirri starfsemi sem þar fer fram á sem bestan hátt og teljum við að breytingar í þessa átt styðji rekstrarmöguleika Tjarnarbíós. Framsókn og flugvallarvinnir leggja þó áherslu á að með breytingum eigi að horfa meira til gæða en magns og gera þann fyrirvara við þessar tillögur að hugað verði betur að sjónlínum áhorfenda. 

Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

Menningar- og ferðamálaráð felur skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar fara yfir og útfæra framlagðar teikningar af sal Tjarnabíós í samræmi við ábendingar þannig að tryggt verði að sjónlínur gesta séu eins og best verður á kosið.

3. Fram fer umræða um ársuppgjör Menningar- og ferðamálasviðs 2014. 

4. Fram fer umræða um fjárhagsáætlun 2016 – 2020, skuldbindingar, valkostir og tækifæri. 

5. Lagt fram að nýju erindi menningarhátíðarinnar Culturescapes 2015 dags. 22. febrúar 2015  ásamt fylgigögnum. Frestað frá 232. fundi. (RMF14090010)

Samþykkt að styrkja hátíðina um kr. 4.000.000. 

6. Skyndistyrkir sem bárust fyrir 24. febrúar 2015. Lagt fram á 232. fundi. (RMF1412001)

Samþykkt að styrkja eftirfarandi verkefni samtals að upphæð kr 1.200.000: 

Marta Nordal fh. leikhópsins Aldrei Óstelandi v. einleiks um írönsku flóttakonuna Nazanin kr. 300.000.

Klettaskóli v. hjólastóladans nemenda Klettaskóla og dansara Íslenska dansflokksins á Barnamenningarhátíð kr. 200.000.

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir fh. Askja Films v. stuttheimildarmyndarinnar Heiti potturinn kr. 250.000.

Oddný Sen fh. Töfralampans v. kvikmyndafræðsluverkefnisins FRED í skóla kr. 250.000.

PLeikhús v. uppsetningu tvítyngds fjölskylduleikrits kr. 100.000.

Vox Feminae v. tónleikanna Meyjur og madrigalar kr. 100.000.

- kl. 15:48 víkur Elín Oddný Sigurðardóttir af fundinum. 

7. Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

Fulltrúar menningar- og ferðamálaráðs óska Borgarsögusafni og þjóðinni allri til hamingju með nýopnaða og stórglæsilega sýningu á handritunum í Landnámssýningunni í Aðalstræti. Enn fremur er lýst yfir ánægju með gæði sýningarinnar og vill ráðið koma á framfæri þökkum til aðstandenda sýningarinnar, sýningarhönnuða og síðast en ekki síst stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem lánaði handritin til sýningar.

Fundi slitið kl. 15:50

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson

Dóra Magnúsdóttir Marta Guðjónsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson Magnús Arnar Sigurðarson

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 23.3.2015 - prentvæn útgáfa