Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 229

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2014, mánudaginn 26. janúar var haldinn 229. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:32. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen , Svala Arnardóttir, Stefán Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Ingvar Jónsson.  Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir.  Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi kynnir fyrirhuguð hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.  (RMF14120001)

2. Lögð fram tilnefning Bandalags íslenskra listamanna um skipan varaáheyrnarfulltrúa í menningar- og ferðamálaráð dags. 20. janúar 2015. Samþykkt að Jakob Frímann Magnússon taki sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Péturs Gunnarssonar. (RMF14060014)

3. Lögð fram 11 mánaða staða Menningar- og ferðamálasviðs. Trúnaðarmál. 

4. Einar Þór Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Karen María Jónsdóttir verkefnastjóri viðburða kynna dagskrá og áherslur Vetrarhátíðar 2015. (RMF14060010)

5. Einar Bárðarson kynnir reynslu af jólum og áramótum í ferðamálum í borginni 2014. 

6. Harpa Rut Hilmarsdóttir verkefnastjóri barnamenningar kynnir verkefni og aðgerðir Menningar- og ferðamálasviðs á sviði barnamenningar árið 2014. (RMF15010012)

Fundi slitið kl. 15.01

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Svala Arnardóttir

Stefán Benediktsson Júlíus Vífill Ingvarsson

Marta Guðjónsdóttir Ingvar Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 26.1.2015 - prentvæn útgáfa