Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2014, mánudaginn 19. janúar var haldinn opinn fundur menningar- og ferðamálaráðs (228). Fundurinn var haldinn í Borgarbókasafni menningarhúsi Spöng og hófst hann kl. 15:00. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Magnús Arnar Sigurðarson, Stefán Benediktsson, Dóra Magnúsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Gunnar Guðbjörnsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynning á menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2014-2020 – Menning er mannrækt
Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður menningar- og ferðamálaráðs býður fundargesti velkomna og kynnir menningarstefnuna.
Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs kynnir aðgerðaráætlun sem fylgir menningarstefnunni.
Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna ræðir menningarstefnuna.
- kl. 15:41 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.
Elsa Hrafnhildur Yeoman, Dóra Magnúsdóttir, Börkur Gunnarsson, Marta Guðjónsdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Stefán Benediktsson og Magnús Arnar Sigurðsson taka sæti í pallborði. Svanhildur Konráðsdóttir stýrir pallborðsumræðum.
2. Elsa Hrafnhildur Yeoman kynnir styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs 2015 og veitir tónlistarhóp Reykjavíkur 2015, Samúel Jón Samúelsson Big Band, viðurkenningu.
Fundi slitið kl. 16.15
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen Magnús Arnar Sigurðarson
Stefán Benediktsson Dóra Magnúsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Börkur Gunnarsson
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 19.1.2015 - prentvæn útgáfa