Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar
Ár 2014, mánudaginn 13. október var haldinn 221. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgarleikhúsinu og hófst hann kl. 13:30. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Dóra Magnúsdóttir, Stefán Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Ingvar Jónsson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri og Þorsteinn S. Ásmundsson framkvæmdastjóri Borgarleikhússins kynna starfsemi Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu leikárið 2014-2015.
2. Lögð fram bréf Bandalags íslenskra listamanna dags. 6. október 2014 og bréf Hönnunarmiðstöðvar dags. 8. október með umbeðnum tilnefningum í faghóp vegna styrkveitinga 2015. (RMF14080008)
Samþykkt að ráðgefandi faghóp um styrki skipi Katrín Hall danshöfundur og listrænn stjórnandi, formaður, Ólöf Nordal myndlistarmaður, Magnea J. Matthíasdóttir rithöfundur og þýðandi, Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður og Hörður Lárusson grafískur hönnuður.
3. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Grásleppuskúrana við Grímsstaðarvör ásamt greinargerð sem frestað var frá 219. fundi. Einnig lögð fram umsögn safnstjóra Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 17. september 2014 og umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. september 2014. (RMF14090003)
Tillagan var lögð fram að nýju með breytingum og var samþykkt svohljóðandi:
Grásleppuskúrarnir við Grímsstaðarvör eru elstu minjar um smábátaútgerð í Reykjavík. Skúrarnir og vörin hafa mikið gildi fyrir menningar- og atvinnusögu Reykjavíkur og því mikilvægt að vinna að varðveislu þeirra á ný. Engin vinna við endurgerð skúranna fór fram á síðasta kjörtímabili. Lagt er til að starfshópur í samvinnu við Borgarsögusafn Reykjavíkur og Umhverfis- og skipulagssviðs verði skipaður til að koma með tillögur að endurgerð grásleppuskúranna við Grímsstaðarvör.
4. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar- og flugvallavina frá 220. fundi vegna vöfflukaffis á Menningarnótt 2014. (RMF14080001)
5. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála um skipan í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2015 dags. 7. október 2014. (RMF14060011) Frestað.
6. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála um kynningu á Menningarstefnu Reykjavíkurborgar dags. 9. október 2014. Kynning stefnunnar rædd.
7. Fræðsluferð menningar- og ferðamálaráðs til Hollands 18.-20. nóvember rædd.
Fundi slitið kl. 15.10
Elsa Hrafnhildur Yeoman Þórgnýr Thoroddsen
Stefán Benediktsson Dóra Magnúsdóttir
Ingvar Jónsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Marta Guðjónsdóttir
Fundargerð var ekki undirrituð en verður lögð fram til
staðfestingar á næsta fundi menningar- og ferðamálaráðs.
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 13.10.2014 - prentvæn útgáfa