Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 220

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2014, mánudaginn 22. september var haldinn 220. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:35. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen,  Dóra Magnúsdóttir,  Stefán Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Ingvar Jónsson.  Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir.  Áheyrnarfulltrúi BÍL: Jóna Hlíf Halldórsdóttir. 

Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Lögð fram 7 mánaða staða Menningar- og ferðamálasviðs. Trúnaðarmál. 

2. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallavina um kostnað við Menningarnótt 2014 sem lögð var fram á 219. fundi. (RMF14080001)

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í menningar- og ferðamálaráði leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Framsókn og Flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um hvort einhver borgarfulltrúi hafi þegið fjárhagslegan eða efnislegan styrk vegna vöfflukaffis frá Reykjavíkurborg samanber eftirfarandi kostnaðarlið sem fram kemur í sundurliðun á kostnaði frá skrifstofu Menningar og ferðamálasviðs

„Vöfflukaffi 285.000. Efniskostnaður: Deig, kaffi, kókómjólk og rjómi fyrir þá sem vilja bjóða upp á vöfflukaffi heima hjá sér. 10 aðilar tóku þátt í ár“ 

3. Lögð fram tillaga um að stjórn Barnamenningarhátíðar 2015 skipi þrír fulltrúar frá Menningar- og ferðamálasviði, þrír fulltrúar frá Skóla- og frístundasviði og einn fulltrúi frá Reykjavíkurráði ungmenna. Fulltrúar MOF verði Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála, formaður, Einar Þór Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Margrét Valdimarsdóttir verkefnastjóri hjá Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. (RMF14060008). 

Óskað verður eftir fulltrúum frá SFS og Reykjavíkurráði ungmenna. 

4. Lagt fram erindi Snarfara um endurnýjun leyfis fyrir flotbryggju við Viðey dags. 6. ágúst 2014 ásamt umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. september 2014 og umsögn safnstjóra Borgarsögusafns dags. 18. september 2014.(RMF14080005) Samþykkt að veita Menningar- og ferðamálasviði umboð til að ganga til samninga 

5. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum menning og listir dags. 29. ágúst 2014 um að merkja hús sem eru 100 ára eldri með byggingarári ásamt tillögu Borgarsögusafns að svari.(RMF14010002)

Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs: 

Erindinu er vísað til skoðunar verkefnahóps um menningarmerkingar.

6. Fræðsluferð menningar- og ferðamálaráðs rædd. 

- 14:02 kemur Kolbrún Halldórsdóttir á fundinn. 

7. Sviðsstjóri kynnir drög að starfs- og fjárhagsáætlun 2015. (RMF1401001)

Fundi slitið kl. 15:36 

Elsa Hrafnhildur Yeoman e.u.

Þórgnýr Thoroddsen e.u.

Dóra Magnúsdóttir e.u. 

Stefán Benediktsson e.u. 

Júlíus Vífill Ingvarsson e.u. 

Marta Guðjónsdóttir e.u.  

Ingvar Jónsson e.u.

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 22.9.2014 - prentvæn útgáfa