Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 22

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 8. febrúar, var haldinn 22. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 15.30. Mættir: Stefán Jón Hafstein, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Magnús Þór Gylfason og Camilla Ósk Hákonardóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Erna V. Ingólfsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram ársuppgjör Menningar- og ferðamálasviðs 2005 (R05040235) Samþykkt með 3 atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins. Formaður menningar- og ferðamálaráðs óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð þakkar framlagt ársuppgjör og óskar starfsmönnum, sem hafa náð mjög góðum tökum á rekstri menningarstofnananna, til hamingju með árangurinn.
- Kl. 15.45 tók Áslaug Thorlacius sæti á fundinum

2. Lagt fram minnisblað með niðurstöðum samráðshóps um list í opinberu rými, sem skipaður var í nóvember sl. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur mætti á fundinn vegna málsins og kynnti m.a. málþing sem fyrirhugað er 18. febrúar nk.(RMF05090030)
- Kl. 16.00 tók Edda Þórarinsdóttir sæti á fundinum

3. Lögð fram drög að stofnskrá að Talíu-loftbrú (RMF05060021)
- Kl. 16.05 vék Stefán Jón Hafstein af fundi.

4. Kynning á dagskrá Vetrarhátíðar 2006 sem haldin verður 23. – 26. febrúar nk.
Menningar- og ferðamálaráð þakkar verkefnisstjóra og verkefnisstjórn gott starf og lýsir hrifningu sinni á hinni fjölþættu dagskrá. (RMF05090012)

5. Lagt fram erindi borgarráðs, dags. 27. janúar sl., þar sem óskað er, f.h. menntamálanefndar Alþingis, eftir umsögn menningar- og ferðamálaráðs um frumvarp til laga um Ríkisútvarpið hf. og Sinfóníuhljómsveit Íslands. (R05040153) Frestað.

6. Lögð fram umsögn borgarminjavarðar um flutning Bergshúss af Hverfisgötu 32a, sbr. erindi Skipulagssjóðs til Menningar- og ferðamálasviðs, dags. 17. janúar sl. Menningar- og ferðamálaráð tekur undir umsögn borgarminjavarðar um málið. (RMF06010018)

Fundi slitið kl. 16.45
Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Magnús Þór Gylfason
Camilla Ósk Hákonardóttir