No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 25. janúar, var haldinn 21. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 16:00. Mættir: Stefán Jón Hafstein, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Magnús Þór Gylfason. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Erna V. Ingólfsdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynning á umhverfisáætlun Reykjavíkurborgar – Reykjavík í mótun (Staðardagskrá 21) sem frestað var frá síðasta fundi. Hjalti Guðmundsson framkvæmdastjóri á Umhverfissviði mætti á fundinn vegna málsins. (RMF06010007)
- Kl. 16.15 tók Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sæti á fundinum.
2. Lögð fram leiðrétt fundargerð 20. fundar menningar- og ferðamálaráðs, dags. 11. jan. sl., þar sem uppröðun dagskrárliða hefur verið lagfærð.
3. Kynntar niðurstöður úr viðhorfskönnun Gallup um menningarstofnanir Reykjavíkurborgar frá nóv. 2005, og lögð var fram á fundi ráðsins 14. desember sl. Ráðið óskar starfsmönnum menningarstofnananna til hamingju með góðan árangur og lýsir ánægju sinni með niðurstöður könnunarinnar. (RMF05120002).
4. Kynntar niðurstöður úr sumarkönnun 2005 sem gerð var meðal 2000 erlendra ferðamanna.
5. Kynning á niðurstöðum starfsmannakönnunar fyrir sviðið sem gerð var í nóvember sl. (RMF06010017)
6. Kynnt þátttaka Reykjavíkurborgar í fyrirhugaðri franskri menningarhátíð í Reykjavík 2007 (RMF05090027)
7. Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi um rekstur sjóðsins Reykjavík Loftbrú árin 2006-2008 (RMF06010010)
Samþykkt.
8. Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Minjasafns Reykjavíkur Byggðasafns Reykjanesbæjar um langtíma millisafnalán á norska bánum Erninum. (RMF06010013)
Samþykkt.
9. Lagt fram erindisbréf starfshóps, dags. 3. janúar 2006, um úttekt á Menningarnótt í miðborginni. (RMF06010012)
10. Lagt fram erindi Tony Judge f.h. Prairie Home Companion, dags. 25. nóvember 2005 um samstarf um útsendingu frá Reykjavík til USA vorið 2006. Jafnframt var lagt fram minnisblað sviðsstjóra, dags. 25. janúar sl. um málið. (RMF06010015)
11. Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 16. janúar sl. til Sjálfstæðu leikhúsanna, þar sem samþykkt er styrkveiting að upphæð kr. 1.000.000,- vegna fyrirhugaðra breytinga á húsnæði Tjarnarbíós, sbr. erindi SL frá síðasta fundi og að Menningar- og ferðamálasviði verði falin framkvæmd styrkveitingarinnar. (RMF06010003)
Fundi slitið kl. 17.15
Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Magnús Þór Gylfason
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir