Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 217

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2014, mánudaginn 11. ágúst, var haldinn 217. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:32. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Dóra Magnúsdóttir, Stefán Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir, Ingvar Jónsson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Þorgerður Agla Magnúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar dags. 27. júní 2014 um að Elín Oddný Sigurðardóttir taki sæti áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna í menningar- og ferðamálaráði í stað Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur, og að Þorgerður taki sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Auðar Alfífu Ketilsdóttur. (RMF14060015)

2. Lagðar fram tilnefningar stjórnar Bandalags íslenskra listamanna um áheyrnarfulltrúa BÍL á fundum menningar- og ferðamálaráðs skv. bréfi forseta BÍL dags. 5. ágúst 2014. Aðalfulltrúar eru: Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL og  Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM. Varamenn eru: Gunnar Guðbjörnsson, formaður FÍT og Jón Páll Eyjólfsson, formaður FLÍ. (RMF14060014)

3. Menningar- og ferðamálaráð skipar eftirfarandi í stjórn Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO:

Óttarr Proppé

Börkur Gunnarsson

Skúli Helgason

Pálína Magnúsdóttir

Svanhildur Konráðsdóttir

Auður Árný Stefánsdóttir

Jafnframt samþykkt að óska eftir tilnefningum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Félagi íslenskra bókaútgefenda, Hagþenki, Háskóla Íslands og Rithöfundasambandi Íslands. (RMF14060009) 

4. Lögð fram tillaga um að stjórn Vetrarhátíðar 2015 skipi Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu , Arna Schram forstöðumaður Listhúss Kópavogs, Magnús Árnason forstöðumaður skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, Íþrótta- og tómstundasviði, Margrét Grétarsdóttir mannauðsráðgjafi, Íþrótta- og tómstundasviði og Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt, Umhverfis- og skipulagssviði. (RMF14060016)

Samþykkt

5. Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjórnar fer yfir stjórnsýslu og verklag ráða.

6. Lögð fram tímaáætlun starfs- og fjárhagsáætlunar Menningar- og ferðamálasviðs 2015-2019.

7. Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Karen María Jónsdóttir og Guðmundur Birgir Halldórsson verkefnastjórar viðburða á Höfuðborgarstofu kynna Menningarnótt 2014. (RMF14080001)

8. Lögð fram tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um endurskoðun á ferðamálastefnu sem lögð var fram í borgarráði 3. júlí 2014. Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu sat fundinn undir þessum lið. (RMF14070001)

Frestað. Sviðsstjóra og forstöðumanni falið að koma með tillögu á grundvelli umræðna.

9. Lögð fram samþykkt borgarráðs dags. 4. júlí um samning Reykjavíkurborgar og Reita I ehf. um leigu á húsnæði að Spönginni 41 sem Foldasafn Borgarbókasafns mun flytja í innan tíðar ásamt undirrituðum húsaleigusamningi dags. 27. júní 2014. (RMF14050010)

10. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra skrifstofu menningarmála dags. 31. júlí 2014 um styrkúthlutanir vegna myndríkra bóka ásamt yfirliti yfir umsóknir. (RMF14060007).

Níu umsóknir bárust. Samtals verða nú veittir styrkir fyrir kr.1.500.000 til handa eftirtöldum útgáfum:

• kr. 700.000 - Sveitin í sálinni eftir Eggert Þór Bernharðsson, útgefandi Forlagið

• kr. 500.000  -  Stríðsárin eftir Pál Baldvin Baldvinsson, útgefandi Forlagið

• kr. 100.000  -  Borgir og borgarskipulag eftir Bjarna Reynarsson, útgefandi Bókaútgáfan Skrudda

• kr. 100.000  -  Saga Kramhússins í ritstjórn Brynhildar Björnsdóttur, útgefandi Kramhúsið

• kr. 100.000  -  Yfirlitsrit um ævi og verk Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts eftir Pétur H. Ármannsson, útgefandi Hið íslenska bókmenntafélag.

11. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum stjórnsýsla dags. 30. júní 2014 um Sundkennsluferðir til Íslands. (RMF14010002)

Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:

Það er ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að standa fyrir skipulagningu pakkaferða til landsins, en erindinu hefur verið vísað til Höfuðborgarstofu með ósk um að hugmyndinni sé komið á framfæri við ferðaskipuleggjendur.

12. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum menning og listir dags. 3. júlí 2014 um bókasafn í Grafarholt. (RMF14010002)

Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:

Til stendur að opna bókasafn í nýbyggingu sem mun rísa í Úlfarsárdal og á að þjónusta Úlfarsárdal og Grafarholt. Í ágúst 2014 opnar svo lítið útibú í Norðlingaskóla sem verður samrekið skóla- og almenningsbókasafn opið almenningi alla virka daga. Opnun þessa útibús er tilraunaverkefni á vegum Skóla- og frístundasviðs og Menningar- og ferðamálasviðs.

Fundi slitið kl. 15:58

Elsa Hrafnhildur Yeoman m.e.h.

Þórgnýr Thoroddsen m.e.h. Dóra Magnúsdóttir m.e.h.

Stefán Benediktsson m.e.h. Júlíus Vífill Ingvarsson m.e.h.

Marta Guðjónsdóttir m.e.h. Ingvar Jónsson m.e.h.

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 11.8.2014 - prentvæn útgáfa