No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2014, mánudaginn 14. apríl var haldinn 211. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:40. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Eva Baldursdóttir, Davíð Stefánsson, Áslaug Friðriksdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Erla Þórarinsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Drög að aðgerðaráætlun í endurskoðun að menningarstefnu rædd. Sólrún Sumarliðadóttir ráðgjafi við endurskoðun menningarstefnu tekur sæti undir þessum lið. (RMF13050006)
2. Sviðsstjóri kynnir stöðu á sameiningarvinnu vegna nýs safns. (RMF13120009)
3. Lögð fram tilnefning um borgarlistamann 2014. Samþykkt. Trúnaðarmál til 17. júní 2014. (RMF14010013)
4. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur kemur á fundinn og ræðir flutning á styttunni Tónlistarmaðurinn. (RMF13110012)
5. Þáttataka í fundi norrænna menningarmálanefnda í Kaupmannahöfn 2.-4. júní rædd. (RMF14020003)
6. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu dags. 4. mars sl. varðandi samþykkt mannréttindaráðs um mannréttindafulltrúa á sviðum borgarinnar. Frestað frá 210. fundi. (RMF13010005)
7. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum menning- og listir sem tekið var af vefnum 28. febrúar sl. um að setja upp útilistaverk um þvottakonurnar á Laugaveginn. Frestað frá 201. fundi. (RMF14010002)
Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:
Menningar- og ferðamálaráð tekur undir tillöguna: „að haldin verði samkeppni um útilistaverk á Laugavegi til að heiðra þvottakonurnar sem roguðust í öllum veðrum fram og aftur götuna með þvott á leið í þvottalaugarnar í Laugardal. Slíkt listaverk gæti, auk þess að fegra borgina, kæta ferðamenn og varpa ljósi á söguna, verið viðleitni til að gera meira úr hlut kvenna í Íslandssögunni og óbreytts almúgans. Þessar konur voru algjörar hetjur!“
Í umræðu um tillöguna er lagt til að nota megi verk Ásmundar Sveinssonar Þvottakonur í stað nýs verks. Þetta verk er aðeins 28 sm hátt en Ásmundur gerði einnig aðra höggmynd, Þvottakonan (með einni konu í stað tveggja) sem er stærri. Bronsafsteypa af þeirri mynd er í námunda við þvottalaugarnar í grasagarðinum í Laugardal. Steinsteypt eintak er í höggmyndagarði Ásmundarsafns við Sigtún. Hugsanlega væri hægt að færa steypta eintakið neðarlega á Laugarveginn, t.d. við gatnamót Skólavörðustígs og setja annað verk eftir Ásmund, sem nú er í geymslu, í staðinn í höggmyndagarðinn.
Ákjósanlegast væri þó að panta nýtt verk. Árið 2009 stóð START ART listamannahús, sem þá var við Laugaveg, fyrir verkefninu LAUGAVEGURINN sem samanstóð af myndlistarsýningu, gjörningi og bók um þvottakonurnar sem gengu Laugaveginn á sínum tíma. Fjöldi listamanna tók þátt í verkefninu sem sýnir að mikill áhugi er á efninu og það er engin spurning að fram kæmu skemmtilegar tillögur ef samkeppni yrði haldin.
Vísað til nánari skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2015.
8. Harpa Rut Hilmarsdóttir verkefnastjóri barnamenningar og Karen María Jónsdóttir verkefnastjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu kynna Barnamenningarhátíð 2014. (RMF13090014)
Fundi slitið kl. 15:44
Einar Örn Benediktsson m.e.h
Eva H. Baldursdóttir m.e.h Margrét Kristín Blöndal m.e.h
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir m.e.h Davíð Stefánsson m.e.h
Áslaug Friðriksdóttir m.e.h Ósk Vilhjálmsdóttir m.e.h
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 14.04.2014 - prentvænt útgáfa