Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2014, mánudaginn 24. mars var haldinn 210. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:36. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Eva Baldursdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Jarþrúður Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Erla Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Farið yfir drög að köflum 6-9 í endurskoðun að menningarstefnu. Sólrún Sumarliðadóttir ráðgjafi við endurskoðun menningarstefnu tekur sæti undir þessum lið. (RMF13050006)
2. Fram fer umræða um undirbúning fjárhagsáætlunar 2015-2019. (RMF14010019)
3. Lögð fram tillaga að skipuriti fyrir nýtt safn í eigu Reykjavíkurborgar dags. 19. mars 2014. (RMF13120009)
Samþykkt samhljóða.
4. Lögð fram tillaga skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 10. mars sl. um rammasamning við Minjavernd um endurbyggingu nokkurra húsa ásamt drögum að rammasamningi. Jafnframt lögð fram umsögn borgarminjavarðar dags. 21. mars sl. ásamt fylgigögnum. (RMF14030007)
Menningar- og ferðamálaráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Menningar- og ferðamálaráð tekur heilshugar undir umsögn borgarminjavarðar og leggur til að leitað verði annarra leiða við endurgerð og rekstur á Gröndalshúsi en að Reykjavíkurborg afsali sér húsinu.
- Kl. 15:24 víkur Eva Baldursdóttir af fundi.
5. Starfshlutfall mannréttindafulltrúa á sviðum. (RMF13010005) Frestað.
6. Betri Reykjavík: Setja upp útilistaverk um þvottakonurnar á Laugaveginn. (RMF14010002) Frestað.
Fundi slitið kl. 15:33
Einar Örn Benediktsson m.e.h.
Margrét Kristín Blöndal m.e.h. Ósk Vilhjálmsdóttir m.e.h.
Áslaug Friðriksdóttir m.e.h. Jarþrúður Ásmundsdóttir m.e.h.
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 24.03.14 - prentvæn útgáfa