Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2014, mánudaginn 24. febrúar var haldinn 208. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.23. Viðstödd: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Eva Baldursdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Davíð Stefánsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Undirbúningur fjárhagsáætlunar. Sviðsstjóri fer yfir stöðuna vegna skuldbindinga, valkosta og tækifæra 2014-2018 og kynnir forsendur, skuldbindingar og tækifæri Menningar- og ferðamálasviðs vegna fjárhagsáætlunargerðar 2015-2020. Trúnaðarmál. (RMF14010019)
- 14.15 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir víkur af fundi
- 15.00 Eva Baldursdóttir víkur af fundi.
2. Drög að menningarstefnu rædd. Samþykkt verklag um framhald vinnu við menningarstefnuna á næstu tveimur fundum ráðsins.
- 15.27 Þorbjörg Helga kemur aftur á fund.
Fundi slitið kl . 15.34
Einar Örn Benediktsson
Margrét Kristín Blöndal Ósk Vilhjálmsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Davíð Stefánsson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 24.2.2014 - prentvæn útgáfa