Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar
Ár 2014, mánudaginn 17. febrúar var haldinn 207. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.12. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Eva Baldursdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Davíð Stefánsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Ráðning safnstjóra við nýtt safn á Menningar- og ferðamálasviði rædd. (RMF14020008)
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir svohljóðandi bókun:
Menningar og ferðamálaráð Reykjavíkur fagnar ráðningu Guðbrands Benediktssonar sem safnstjóra yfir nýju sameinuðu safni sem mun innibera Minjasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Viðey og Víkina - Sjóminjasafns.
Framundan er spennandi og krefjandi vinna við uppbyggingu á einu stærsta safni á landinu.
Ráðið óskar Guðbrandi gæfu og velfarnaðar í starfi á komandi árum.
Fundi slitið kl. 14.04
Einar Örn Benediktsson e.u.
Davíð Stefánsson e.u. Margrét Kristín Blöndal e.u.
Ósk Vilhjálmsdóttir e.u. Áslaug Friðriksdóttir e.u.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir e.u.
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 17.2.2014 - prentvæn útgáfa