No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar
Ár 2014, mánudaginn 27. janúar var haldinn 205. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.36. Viðstödd: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Guðni Rúnar Jónasson, Áslaug Friðriksdóttir, Jarþrúður Ásmundsdóttir, Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Erla Þórarinsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram útskrift úr gerðabók umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. janúar 2014 um útilistaverk CCP ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 8. janúar 2014 og bréfi stjórnar Faxaflóahafnar dags. 10. janúar 2014. (RMF13010037)
Samþykkt að vísa til borgarráðs til afgreiðslu.
- Kl. 13.40 kemur Davíð Stefánsson á fund.
2. Davíð Stefánsson skipaður í starfshóp um endurskoðun menningarstefnu Reykjavíkurborgar í stað Þórs Steinarssonar en hópinn skipa að öðru leyti Einar Örn Benediktsson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Svanhildur Konráðsdóttir og Signý Pálsdóttir. (RMF13050006)
3. Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnir Vetrarhátíð 2014. (RMF13090009)
Samþykkt að vísa til kynningar í borgarráði.
4. Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður kynnir framtíðarsýn fyrir starfsemi Borgarbókasafns Reykjavíkur.
5. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis kvikmyndanna og Ragnar Bragason, Friðrik Þór Friðriksson og Margrét Jónasdóttir meðlimir í stjórn Heimilis kvikmyndanna kynna starfsemi Bíó Paradísar. (RMF13040002)
Fundi slitið kl. 15.26
Einar Örn Benediktsson
Margrét Kristín Blöndal Guðni Rúnar Jónasson
Davíð Stefánsson Áslaug Friðriksdóttir
Jarþrúður Ásmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 27.1.2014 - prentvæn útgáfa