Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 204

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar

Ár 2014, mánudaginn 13. janúar var haldinn 204. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Hörpu og hófst hann kl. 13:37. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Guðni Rúnar Jónasson, Áslaug Friðriksdóttir, Davíð Stefánsson og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Erla Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram 11 mánaða staða Menningar- og ferðamálasviðs.

2. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra um stöðuna á vinnu við sameiningu stofnana dags. 13. janúar 2014. (RMF13070002)

3. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um útilistaverk og stefnu um list í opinberu rými dags. 04. desember 2013. Menningar- og ferðamálaráð felur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur að hefja vinnu við mótun stefnu um list í opinberu rými og vera tengiliður Menningar- og ferðamálasviðs inn í hverfisskipulagningarvinnu umhverfis- og skipulagssviðs hvað varðar list í opinberu rými. (RMF13100001, RMF13100003)

4. Kvikmyndaborgin Reykjavík. Lögð fram gögn um stuðning Reykjavíkurborgar við Bíó Paradís.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu: Í ljósi óánægju með þá ákvörðun meirihlutans að halda ekki áfram að styrkja RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík en styrkja í staðinn hátíð sem engin reynsla er af óska fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir því að sú ákvörðun verði endurskoðuð. Milli funda hafa einnig komið fram gögn þar sem bent er á ýmsa annmarka sem ákvörðunin getur haft í för með sér. Meðal annars sé samkeppnisstaða Bíó Paradísar óeðlileg í ljósi þeirra styrkja sem félagið fær frá hinu opinbera vegna þess að það er að hluta til í samkeppni við einkaaðila. Að svo sögðu er ljóst að nauðsynlegt er að skoða fyrirkomulag styrkjanna betur.

Tillagan var felld með fimm atkvæðum fulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna á móti tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna óskuðu bókað: Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna telja engin rök vera fyrir því að ganga gegn niðurstöðu og mati faghóps BÍL á umsóknum í styrki til menningarverkefna fyrir árið 2014. Við styðjum niðurstöðu faghópsins í heild sinni.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað: Skoða þarf málið á heildstæðari hátt en faghópur BÍL hefur hlutverk til enda fjallar hann ekki um stefnu ráðsins heldur einstaka umsóknir.

- Kl. 14:58 vék Davíð Stefánsson af fundi. - Kl. 15:01 vék Marta Guðjónsdóttir af fundi.

5. Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmdarstjóri, Hjördís Ástráðsdóttir fræðslustjóri og Margrét Ragnarsdóttir kynningar- og markaðsstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands kynntu starfsemi hljómsveitarinnar.

Fundi slitið kl. 15.27

Einar Örn Benediktsson
Margrét Kristín Blöndal Ósk Vilhjálmsdóttir
Guðni Rúnar Jónasson Áslaug Friðriksdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
menningar_og_ferdamala_1301.pdf