Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 201

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar

Ár 2013, mánudaginn 25. nóvember var haldinn 201. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.33. Viðstödd: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Eva Baldursdóttir, Þór Steinarsson, Marta Guðjónsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Erla Þórarinsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. nóvember 2013 um að Davíð Stefánsson taki sæti í menningar- og ferðamálaráði í stað Þórs Steinarssonar og að Þór Steinarsson taki sæti varamanns í ráðinu í stað Lífar Magneudóttur. (RMF13010020)

2. Lögð fram 9 mánaða staða Menningar- og ferðamálasviðs ásamt greinargerð, skorkorti, yfirliti yfir almenn innkaup frá júlí til september á Menningar- og ferðamálasviði yfir 1.000.000.-, yfirliti yfir listaverkakaup Listasafns Reykjavíkur janúar til september og embættisafgreiðslum borgarminjavarðar 1. júlí – 30. september. Trúnaðarmál.

3. Sviðsstjóri kynnir stöðu og næstu skref í samrunaferli Minjasafns, Ljósmyndasafns, Víkurinnar-Sjóminjasafns og Viðeyjar. (RMF13070002)

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningarmála dags. 6. nóvember 2013 um breytingar á gildandi samþykktum menningar- og ferðamálaráðs ásamt tillögu að nýrri samþykkt fyrir menningar- og ferðamálaráð. Frestað frá 200. fundi. Drögum að nýrri samþykkt vísað til borgarráðs. (RMF13110003)

5. Skipan dómnefndar um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Frestað frá 200. fundi. Samþykkt að dómnefndina skipi Davíð Stefánsson formaður, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Bjarni Bjarnason sem tilnefndur var af Rithöfundasambandi Íslands. RMF13110002)

- 14:06 vék Áslaug Friðriksdóttir af fundinum.

6. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur kom á fundinn og kynnti safneign Listasafns Reykjavíkur á netinu. (safneign.listasafnreykjavikur.is)

Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:

Menningar- og ferðamálaráð fagnar því af heilum hug að safneign Listasafns Reykjavíkur sé nú komin á veraldarvefinn öllum til gleði, ánægju og yndisauka. Þessi nýi upplýsingavefur um íslenska myndlist mun nýtast almenningi til listfræðslu og ekki síst nemendum á öllum skólastigum. Menningar- og ferðamálaráð óskar starfsmönnum Listasafns Reykjavíkur til hamingju með þessa einstöku nýju upplýsingaviðbót.

7. Lögð fram greinargerð forstöðumanns Gerðubergs með framkvæmdaáætlun fyrir Menningarmiðstöðina Gerðuberg dags. 21. júní 2013. Rúnar Gunnarsson arkitekt á Umhverfis- og skipulagssviði, Þorkell Jónsson og Guðrún Dís Jónatansdóttir kynntu áætlaðar framkvæmdir við Menningarmiðstöðina Gerðuberg. Rúnar Gunnarsson kynnti áætlaðar framkvæmdir í Viðey og Skarfabakka. Hrólfur Jónsson skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og Guðlaug Sigurðardóttir fjármálastjóri komu á fundinn og kynntu helstu verkefni á stofnframkvæmdaáætlun MOF 2014-2016. (RMF13110011)

Fundi slitið 15.32 Einar Örn Benediktsson

Margrét Kristín Blöndal Ósk Vilhjálmsdóttir
Eva Baldursdóttir Marta Guðjónsdóttir
Þór Steinarsson

PDF útgáfa fundargerðar
menningar_og_ferdamr_2511.pdf