Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 200

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2013, mánudaginn 11. nóvember var haldinn 200. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.31. Viðstödd: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Eva Baldursdóttir, Líf Magneudóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Erla Þórarinsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson.

Af hálfu starfsmanna: Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Ferða- og markaðsmál í ferðamannaborginni Reykjavík.

Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu kom á fundinn og kynnti helstu verkefni 2014 í samræmi við áherslur ferðamálastefnu Reykjavíkur, vinnu við mörkun, niðurstöður viðhorfskönnunar meðal erlendra ferðamanna og önnur ferðamálatengd verkefni. 

Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur – Meet in Reykjavík kom á fundinn og gerði grein fyrir starfsemi og áherslum 2014.

- 14.55 vék Eva Baldursdóttir af fundinum.

Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu kom á fundinn og kynnti stöðu samstarfsverkefnisins Ísland allt árið og áherslur 2014.

2.      Skipun dómnefndar um Bókmenntaverðlaun Tómasar 2014. Frestað. (RMF13110002)

3.      Breytingar á gildandi samþykktum menningar- og ferðamálaráðs og breytingartillaga á samþykkt menningar- og ferðamálaráðs. Frestað. (RMF13100004)

Fundi slitið kl. 15.33

Einar Örn Benediktsson

Margrét Kristín Blöndal Ósk Vilhjálmsdóttir

Líf Magneudóttir Áslaug Friðriksdóttir

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamálaráð 11.11.2013 - prentvæn útgáfa