Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 20

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 11. janúar, var haldinn 20. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 16:00. Mættir: Stefán Jón Hafstein, Heiða B. Pálmadóttir, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir og Magnús Þór Gylfason. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Erna V. Ingólfsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning á umhverfisáætlun Reykjavíkurborgar.
Frestað. (RMF06010007)
2. Lögð fram 3ja ára áætlun Menningar- og ferðamálasviðs.
Ráðið samþykkti áætlunina fyrir sitt leyti.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.(RMF06010009)
3. Lögð fram svohljóðandi tillaga að endurnýjun samnings um Reykjavík Loftbrú: (RMF06010010)
Lagt er til að sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs verði faliðað undirbúa endurnýjun samnings um sjóðinn Reykjavík Loftbrú til næstu þriggja ára. Samningur verður lagður fyrir fund menningar- og ferðamálaráðs til samþykktar.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt.
4. Lagt fram erindi frá stjórn Sjálfstæðra leikhúsa, dags. 19. des. sl, þar sem óskað er eftir fjárframlagi vegna fyrirhugaðra breytinga á Tjarnarbíói. (RMF06010003)
5. Lögð fram svohljóðandi tillaga um eftirfylgni ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar: (RMF06010011)
Í ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var í júní 2004, voru listuð 40 forgangsverkefni sem vinna skal að til ársins 2010. Lagt er til að sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs og Degi B. Eggertssyni, varaformanni menningar- og ferðamálaráðs, verði falið að gera úttekt á stöðu verkefnanna og kalla til samráðs ýmsa þá lykilaðila sem komu að mótun stefnunnar.

Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt.

6. Lagt fram erindi SÍM, dags. 9. janúar sl., vegna skipunar nýs safnráðs Listasafns Reykjavíkur. (R05050058)
Fulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Meirihluti Menningar- og ferðamálaráðs harmar þá rangtúlkun á hlutverki safnráðs sem fram kemur í ályktun SÍM. Hlutverk ráðsins er fullkomlega skýrt í samþykktum og engin efni til að félag myndlistarmanna frekar en aðrir krefjist þess að fá að gæta hagsmuna sinna í safnráðinu. Slíkt gengur í raun fullkomlega gegn hlutverki ráðsins eins og það er skilgreint. Menningar- og ferðamálaráð vildi einmitt gæta #GLarmlengdarfjarlægðar#GL við skipan í ráðið og gæta þess að ráðið yrði ekki hagsmunagæsluráð fyrir tiltekna hópa eða félög. Í undanfara þess að safnráð varð til lagði fulltrúi SÍM áherslu á að ekki mætti skerða á neinn hátt valdsvið forstöðumanns. Þess var fyllilega gætt eins og augljóst er af samþykkt um það, enda aldrei hugmyndin með safnráði að valdsvið forstöðumanns væri skert. Því gengur ályktun SÍM algjörlega gegn eigin yfirlýstri stefnu þegar sambandið krefst þess að fá að gæta hagsmuna sinna eða tiltekinna hópa í safnráði, og verður að skoða ályktunina sem leiða tilraun til að fá að hlutast til um málefni safnsins. Hins vegar er því fagnað hve góða umsögn þeir einstaklingar fá sem skipaðir voru í ráðið enda standast þeir fyllilega þær kröfur sem gera verður samkvæmt samþykkt um það.

- Kl. 16.15 tók Gísli Marteinn Baldursson sæti á fundinum.

7. Lagt fram erindi borgarstjórnar, dags. 27. desember 2005, þar sem tilkynnt er samþykkt tillögu um minniháttar breytingar og uppfærslu á samþykkt menningar- og ferðamálaráðs. (R05040100)

8. Lögð fram svohljóðandi tillaga að stofnun sjónlistamiðstöðvar að Korpúlfsstöðum: (RMF05100003)
Lagt er til að sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs verði falið að ganga til viðræðna við Samband íslenskra myndlistarmanna og Form Ísland með það að markmiði að koma á fót sjónlistasetri á Korpúlfsstöðum.
Samþykkt.
9. Greint frá fyrirhugaðri móttöku fimmtudaginn 12. janúar nk. sem haldin verður til kynningar á styrkveitingum ráðsins árið 2006. (RMF05080008)

Fundi slitið kl. 16.45
Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Magnús Þór Gylfason
Heiða B. Pálmadóttir