Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 199

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar

Ár 2013, mánudaginn 28. október var haldinn 199. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:41. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Eva Baldursdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram 8 mánaða staða Menningar- og ferðamálasviðs. Trúnaðarmál.

- Kl.13.47 kom Þór Steinarsson á fundinn.

2. Lagt fram erindi skrifstofustjóra menningarmála dags. 24. október 2013 um nauðsynlegar breytingar á samþykktum Minjasafns, Listasafns og Ljósmyndasafns Reykjavíkur ásamt leiðbeiningum Safnaráðs og tillögur að breytingum á samþykktunum. (RMF13100004) Menningar- og ferðamálaráð samþykkti tillögurnar og vísaði áfram til borgarráðs.

3. Sviðsstjóri kynnti niðurstöður starfsmannakönnunar Menningar- og ferðamálasviðs 2013.

4. Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um styrki til menningar- og ferðamálaráðs 2014. Trúnaðarmál. (RMF13090001) Vísað til umsagnar faghóps um styrki.

5. Lögð fram á ný umsókn SÍM um samstarfssamning um Mugg – tengslasjóð fyrir myndlistamenn sem frestað var frá 198. fundi. (RMF13010013) Samþykkt var að veita 1.200.000 kr. framlag af kostnaðarstaðnum Loftbrýr á árinu 2014, en ekki er unnt að verða við umsókn um samstarfssamning til þriggja ára eða hækkuðu framlagi.

6. Lagt fram að nýju erindi Laufeyjar Sigurðardóttur dags. 24. september 2013 vegna afgreiðslu styrkjar til Mozart-hópsins sem frestað frá 198. fundi. (RMF13090001) Samþykkt var að gera samstarfssamning við Mozarthópinn fyrir árin 2014 til 2016 að upphæð 400.000 kr. vegna árlegra tónleika á fæðingardegi Mozart 27. janúar.

7. Útilistaverk. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur kom á fundinn og ræddi um áherslur og stefnumótun um list í opinberu rými. (RMF13100003)

Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:

Menningar- og ferðamálaráð felur sviðsstjóra og safnstjóra Listasafns Reykjavíkur að kanna hvaða möguleikar á stefnumótun um list í opinberu rými felast í auknu samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið í tengslum við yfirstandandi vinnu við hverfaskipulag í Reykjavík

8. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölgun útilistaverka í eystri hluta borgarinnar dags. 16. október 2013 sem borgarstjórn vísaði til meðferðar menningar- og ferðamálaráðs. (RMF13100001)

Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:

Menningar- og ferðamálaráð telur það fagnaðarefni að komin sé þverpólitísk samstaða um að list í nærumhverfi íbúa skiptir verulega miklu máli. Í ný samþykktu aðalskipulagi segir að auka skuli veg listarinnar í daglegu lífi fólks í borgarskipulaginu. Menningar- og ferðamálaráð tekur undir þau sjónarmið enda er það eitt af markmiðum menningarstefnu Reykjavíkurborgar að ásýnd borgarinnar endurspegli skapandi hugsun. Telur menningar- og ferðamálaráð því mikil tækifæri fólgin í að leggja áherslu á listina í hverfaskipulaginu sem nú er í vinnslu. Ef greindar eru tölur yfir þau 144 útilistaverk sem borgina prýða má sjá að að meðaltali eru um 3-5 útilistaverk í hverju hverfi borgarinnar, að undanskildum miðbænum. Í hverfum 105 og 104 eru tölurnar hærri; í105 sökum þess að þar er að finna Ásmundarsafn og í 104 þar sem talsvert er af útilistaverkum í Grasagarðinum. Ákveðin sérsjónarmið gilda um miðbæinn líkt og miðbæ hverrar borgar, sem er hjarta höfuðborgarinnar, megináfangastaður borgarbúa og þeirra innlendu og erlendu gesta sem hana sækja heim. Stefna borgarinnar hefur verið að fjölga útilistaverkum utan miðborgarinnar svo sem tvö ný verk í Breiðholti og sextán verk í Hallsteinsgarði í Grafarvogi bera vitni um. Jafnframt hefur sviðsstjóra og safnstjóra Listasafns Reykjavíkur verið falið að kanna hvaða möguleikar við stefnumótun um list í opinberu rými felast í auknu samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið í tengslum við yfirstandandi vinnu við hverfaskipulag.

- Kl. 15:05 vék Þór Steinarsson af fundi.

9. Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 16. október 2013 um að reisa brjóstmynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík sem borgarstjórn vísaði til meðferðar menningar- og ferðamálaráðs. (RMF13100002) Menningar- og ferðamálaráð óskar eftir minnisblaði frá Listasafni Reykjavíkur um stöðuna á gerð brjóstmynda af borgarstjórum og kostnað við gerð þeirra.

10. Lögð fram tillaga safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 23. október 2013 um uppsetningu á garði til heiðurs formæðrum íslenskar höggmyndalistar í Hljómskálagarði. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Margrét Sigurðardóttir landslagsarkitekt á umhverfis- og skipulagssviði kynntu. (RMF13100003) Menningar- og ferðamálaráð samþykkti tillöguna og vísaði henni til borgarráðs.

Fundi slitið kl. 15.35.

Einar Örn Benediktsson
Margrét Kristín Blöndal Eva Baldursdóttir
Ósk Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
menningar_og_ferdamr_2810.pdf