Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 197

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2013, mánudaginn 23. september var haldinn 197. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:33 Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Guðni Rúnar Jónsson, Áslaug Friðriksdóttir, Líf Magneudóttir, Eva Baldursdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Sviðsstjóri kynnti samrunaáætlun fyrir Minjasafn, Ljósmyndasafn, Víkina-Sjóminjasafn og Viðey. Eiríkur P. Jörundsson forstöðumaður Víkurinnar-Sjóminjasafns, Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður og María Karen Sigurðardóttir safnstjóri Ljósmyndasafns Reykjavíkur sátu fundinn undir þessum lið. Trúnaðarmál. Frestað. (RMF13070002) 2. Lagt fram bréf sviðsstjóra Velferðarsviðs dags. 26. ágúst 2013 ásamt erindisbréfi starfshóps um endurnýjun forvarnarstefnu dags. 26. september 2011 og drögum um Forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar 2013-2017 vegna málefna barna og unglinga dags. 26. júní 2013. Frestað. (RMF13090002) 3. Lögð fram skýrsla verkefnisstjóra viðburða dags. 19. september 2013 um framkvæmd Menningarnætur 2013. (RMF13080002) 4. Lögð fram tillaga um að verkefnisstjórn Vetrarhátíðar 2014 skipi: Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu (formaður) Margrét Grétarsdóttir, mannauðsráðgjafi – fulltrúi Íþrótta- og tómstundasviðs Pálmi Freyr Randversson, sérfræðingur – fulltrúi Umhverfis- og skipulagssviðs Ingi Thor Jónsson verkefnastjóri viðburða – fulltrúi Ráðhúss Reykjavíkur Halldór Steinn Steinsson, lýsingahönnuður – fulltrúi Ljóstæknafélags Íslands.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir skipan verkefnisstjórnar en leggur jafnframt til að gætt verði að hlutfalli kynjanna og að í verkefnisstjórn sitji að minnsta kosti tvær konur.

Tillögur á breytingum á Vetrarhátíð 2014 kynntar. Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Ingi Thor Jónsson verkefnastjóri viðburða í Ráðhúsi Reykjavíkur, Guðmundur Birgir Halldórsson verkefnastjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu og Karen María Jónsdóttir verkefnastjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu kynntu tillögur. (RMF13090009)

5. Lögð fram tillaga að nýjum verklagsreglum um styrki menningar- og ferðamálaráðs og áherslur ráðsins 2014. Samþykkt. (RMF13090001) 6. Lagt fram erindi safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 17. september 2013 um að tilnefna Margréti Elísabeti Ólafsdóttur í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur stað Shauna Laurel Jones en tveggja ára tímabili hennar í innkaupanefnd lauk 1. september sl. Samþykkt. (RMF13090005)

7. Lagðar fram að nýju til afgreiðslu 8 umsóknir um skyndistyrki. Engum skyndistyrkjum var úthlutað. (RMF13050014)
8. Kristín Viðarsdóttir verkefnastjóri Reykjavík bókmenntaborg UNESCO kynnti Lestrarhátíð 2014. (RMF13090004)
Fundi slitið kl. 15.48.
Einar Örn Benediktsson
Margrét Kristín Blöndal Guðni Rúnar Jónsson
Áslaug Friðriksdóttir Eva Baldursdóttir
Marta Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar_og_ferdamr_2309.pdf