Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 196

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar

Ár 2013, mánudaginn 9. september, var haldinn 196. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:34. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Eva Baldursdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Þór Steinarsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Drög að starfs- og fjárhagsáætlun 2013. Sviðsstjóri kynnti tillögur að skiptingu á fjárhagsramma sviðsins og drög að starfsáætlun 2014. Auk þess lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2014, tillaga að gjaldskrá 2014, drög að nýju stefnukorti 2014, drög að skorkorti MOF 2014 og lykiltölur og helstu magntölur í rekstri. Trúnaðarmál. Menningar- og ferðamálaráð vísar drögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2014 til borgarráðs. (RMF12010007)

2. Lagt fram skjal um skiptingu styrkja menningar- og ferðamálaráðs eftir listgreinum 2008-2012 sem svar við fyrirspurn fulltrúa vinstri grænna dags. 20. júní 2013. (RMF13060010)

Fulltrúi vinstri grænna óskaði bókað: Fulltrúi Vinstri grænna í menningar og ferðamálaráði vekur athygli á misræmi í dreifingu styrktarfjár ráðsins þar sem listamenn innan bókmenntagreina virðast ólíklegri til að sækja í sjóði ráðsins en þeir sem leggja stund á aðrar listgreinar. Rithöfundasamband Íslands er með fjölmennari aðildarsamtökum BÍL en þrátt fyrir það eru styrkir til bókmenntagreina einungis 4,76% af veittum styrkjum síðustu fimm ára. Sú staðreynd leiðir að því hugann hvort að styrkúthlutanir borgarinnar hampi þeim greinum sem eru samtímis skapandi og túlkandi umfram þær sem einvörðungu eru skapandi og hvort tekið sé nægjanlegt tillit til ólíks eðlis listgreina. Frumsköpun í listum er meginforsenda þess að blómlegt menningarlíf fái þrifist og því er mikilvægt að Reykjavíkurborg styðji við þann þátt listsköpunar með sama hætti og aðra menningarstarfsemi.

3. Lagðar fram til kynningar umsóknir um skyndistyrki sem bárust fyrir 1. september 2013. (RMF13050014)

Fundi slitið kl. 15:05

Einar Örn Benediktsson
Margrét Kristín Blöndal Þór Steinarsson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Eva Baldursdóttir
Ósk Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamr-0909_0.pdf