Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar
Ár 2013, mánudaginn 12. ágúst var haldinn 194. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:34. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Diljá Ámundadóttir, Guðni Rúnar Jónasson, Eva Baldursdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Líf Magneudóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fjárhagsáætlun 2014 - staða og fjárhagsrammi. Sviðsstjóri kynnti. Samþykkt að fela sviðsstjóra að skipta rammanum á grundvelli þeirra forsenda sem kynntar voru. Drög að starfs- og fjárhagsáætlun verða kynnt ráðinu á fundi þess 9. september nk. Trúnaðarmál. (RMF13020004)
2. Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Karen María Jónsdóttir verkefnastjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu kynntu Menningarnótt 2013. (RMF13080002)
3. Listaverkagjöf CCP. Ný tillaga kynnt. Frestað. (RMF13010037)
4. Lagt fram að nýju erindi frá stjórn Tjarnarbíós sem frestað var frá 191. fundi ásamt fylgigögnum. Jafnframt lagður fram ársreikningur MTB 2012 og áætlun MTB vegna rekstrar dags. 2. ágúst 2013. Samþykkt að fela formanni að koma með tillögur að afgreiðslu fyrir næsta fund. (RMF13010016) - Kl. 15:37 vék Líf Magneudóttir af fundi.
5. Fyrirspurn Þórs Steinarssonar fulltrúa vinstri grænna um skiptingu styrkja eftir listgreinum. Frestað. (RMF13060010)
6. Betri Reykjavík: Gosbrunna/vatnslistaverk á hringtorg. Frestað. (RMF13010001)
7. Betri Reykjavík. Minnkun á veggjakroti. Frestað (RMF13010001)
Fundi slitið kl. 15.40
Einar Örn Benediktsson
Diljá Ámundadóttir Eva Baldursdóttir
Guðni Rúnar Jónasson Áslaug Friðriksdóttir
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og ferðamr-1208.pdf