No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2013, föstudaginn 28. júní var haldinn 193. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi Höfuðborgarstofu og hófst hann kl. 13.11. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Diljá Ámundadóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Freyja Steingrímsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Þórir Steinarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram eftirfarandi tillaga: Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að fela Menningar- og ferðamálasviði að gera drög að samrunaáætlun í samræmi við það sem kom fram í kynningu ráðgjafa á fundi ráðsins þ. 24. júní 2013. Áætlunin ásamt kostnaðarmati verði lögð fram á fundi ráðsins í ágúst næstkomandi með það fyrir augum að ákvörðun um hvort ráðist verði í samruna Minjasafns Reykjavíkur, Víkurinnar – Sjóminjasafns, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Viðeyjar, liggi fyrir í samhengi við starfs- og fjárhagsáætlun 2014. Sviðsstjóra er falið að leiða verkefnið. Tillögunni fylgdi greinargerð.
- 13:21 kemur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir á fund.
Samþykkt.
2. Lögð fram tillaga borgarráðs dags. 26. júní að rammaúthlutun fyrir svið borgarinnar vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014. Sviðsstjóra falið að vinna tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2014. Einnig lagt fram forsendubréf fjármálastjóra dags. 15. maí 2013.
3. Lagðar fram dagsetningar funda menningar- og ferðamálaráðs haust 2013-sumar 2014.
4. Lögð fram eftirfarandi tillaga: Lagt er til að Listasafn Reykjavíkur hefji tilraunaverkefni með Listaháskóla Íslands í að gera fræðsluvörp (educast) um íslenska myndlist. Tillögunni fylgdi greinargerð. Samþykkt.
Fundi slitið 13.55 Einar Örn Benediktsson
Diljá Ámundadóttir Ósk Vilhjálmsdóttir Freyja Steingrímsdóttir Áslaug Friðriksdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Þórir Steinarsson
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar_og_ferdamr_2806.pdf